Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 58

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 58
Gunnlaugur A. Jónsson á að þessi eilífi Guð sé athvarf mannsins. Að lokum skal hér birt fyrsta er- indið sem sr. Valdimar Briem orti út af 90. sálmi Saltarans. Vor drottinn guð um aldir alda frá eilífð fram á þennan dag; vort skjól og athvarf ótalfalda, þú allan greiddir lífsins hag. Þú áður varst en fjöllin fæddust og fögur himinljósin glæddust, frá eilífð guð til eilífðar. Sjá, þúsund ár í tali tíða svo títt hjá þjer sem dagar líða. Ei heimsins tfmatal er þar.17 Ég hef löngum haldið því fram að sú ritskýring sé á villigötum sem lætur sig engu varða það sem kalla mætti framhaldslíf biblíutextanna, hvernig þeir hafa verið túlkaðir gegnum tíðana, hvernig þeir hafa orðið uppspretta nýrra ljóða eða annars konar bókmennta, hvernig þeir hafa mótað daglegt líf fólks um aldir og þá ekki síst á sviði menningar og lista. Ánægjuleg er sú breyting sem hefur ríkulega gert vart við á allra síðustu árum þegar biblíufræðingar eru fyr- ir alvöru teknir að gera sér grein fyrir mikilvægi þessa framhaldslífs textanna. í íslensku samhengi finnst mér óhugsandi að fjalla um 90. sálm Saltarans án þess að láta þess getið hvert framlag hans er til menningar okkar Islend- inga og að hann hefur lagt okkur til efniviðinn í sjálfan þjóðsöng okkar. Þjóðsöngurinn og sálmur sr. Valdimars Briem út af S1 90 eru dæmi um áhrif Gamla testamentisins á íslenska menningar- og kristnisögu. Ritskýrendur hafa löngum, með einhliða fornfræðilegri áherslu sinni, horft framhjá og vanrækt hið athyglisverða og fjölbreytilega „framhaldslíf* biblíutextanna eða áhrifa- sögu þeirra. I þessari grein minni hefur fyrst og fremst vakað fyrir mér að benda á þessa vanræktu þætti og leitast við að sýna fram á að þeir eigi erindi inn í rit- skýringu sálmanna. 17 Davíðs sálmar í íslenzkum sálmabúningi eptir Valdimar Briem. Reykjavík 1898. Um Valdimar og sálmakveðskap hans hef ég fjallað talsvert í öðru samhengi: Gunnlaugur A. Jónsson, I hörðu og köldu landi. Samanburður á 30 sálmum Saltarans og sálmum sr. Valdimars Briem (Fjölrit). Guðfræðistofnun 1994. Sami: „Heimfærsla í biblíukveðskap sr. Valdimars Briem. Dæmi úr áhrifasögu Gamla testamentisins á íslandi." í: Milli him- ins og jarðar. Maður, guð og menning í hnotskurn hugvísinda. Háskólaútgáfan 1997: 195- 210. Sami: „Um Davíðssálma sr. Valdimars Briem í tilefni af 150 ára afmæli hans.“ f: Ritröð Guðfrœðistofunar 14,2000: 137-148. 56
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.