Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 63
Trúarhefð á Norðurlöndum í Ijósi kirkjusögunnar
fyrir hátíðleika á merkisdögum mannsævinnar skipti hér sköpum. Þvert á móti
telur hún að kirkjurnar og athafnir þeirra gegni raunverulegu hlutverki bæði
á sviði samfélagslífsins í heild og í lífi einstakra fjölskyldna og einstaklinga.16
I svipaðan streng grípa ýmsir aðrir höfundar bókarinnar.17 Sundback telur að
á sviði samfélagslífsins gegni þjóðkirkjumar hlutverki sameinandi afls. Með
aðild sinni að þjóðkirkjunum lýsi Norðurlandabúa öðrum þræði yfir samstöðu
sinni með menningarlegum táknheimi og hefðum þjóðar sinnar. í huga þorra
Norðurlandabúa virðist aðild að þjóðkirkju því vera mikilvægur þáttur í hinni
þjóðlegu sjálfsmynd. Margir virðist með öðrum orðum setja jafnaðarmerki
milli þess að vera ekta Islendingur, Dani, Norðmaður eða Svíi og þess að vera
lútherskur. Norrænt fríkirkjufólk, ekki síst kaþólskt, hefur raunar löngum bent
á þetta atriði í samkirkjulegri umræðu. í lífi fjölskyldna gegnir trúarlífið að
mati Sunbacks einnig sameinandi hlutverki þar sem stórfjölskyldan og jafn-
vel ættin í víðari skilningi safnast saman við athafnir kirkjunnar á ævihátíðum.
f>á telur hún að hinar kirkjulegu athafnir gefi lífsferli fjölskyldna og einstak-
linga festu og hrynjandi og sé það e.t.v. eitt helsta hlutverk kirknanna á sviði
einkalífsins í nútímasamfélagi. Hvort sem um er að ræða hið samfélagslega
eða einstaklingsbundna svið leggur Sundback sem sé áherslu á félagslegt og
í ákveðnum skilningi veraldlegt hlutverk trúarbragða almennt og stóru, nor-
rænu þjóðkirknanna sérstaklega. Hún ætlar þeim því hlutverk þess sem oft er
nefnt „civil religion".18 Þetta telja ýmsir höfundar bókarinnar að brjóti mjög
í bága við það hlutverk sem kirkjurnar höfðu í hinu hefðbundna bændasam-
félagi fyrri alda þar sem þær hafi veitt gjörvöllu samfélaginu sameiginlegan
grundvöll gilda í trúar- og siðferðislegum efnum og beint sjónum almennings
að hinum hulda heimi sem býr að baki alls sem er.19
í raun má líta á þetta sem viðtekna skoðun meðal þeirra sem túlka trúar-
legar aðstæður í nútímanum með hliðsjón af aðferðum trúarlífsfélagsfræðinn-
ar. Þá skýra þeir þessar aðstæður einnig á áþekkan hátt, þ.e. í ljósi ákveðinn-
ar skammtímaþróunar er átt hafi sér stað á Norðurlöndum á síðustu 150-200
árum í hæsta lagi en þó einkum á allra síðustu áratugum. Þau atriði sem sér-
staklega er vísað til eru annars vegar aukinn fjöldi nýbúa á Norðurlöndum en
hins vegar „sekulariseringin" en höfundar bókarinnar nota almennt það hug-
tak fyrirvaralítið þrátt fyrir ýmis konar varnagla sem fræðimenn hafa tekið
að slá í seinni tíð.
16 Sundback 2000a: 35, 62-73.
17 Backström 2000: 134-171.
18 Sundback 2000a: 36-47, 62-73. Skilgreining á civil religion sjá m.a. Pierard 1999: 583-
588.
19 Botvar 2000: 75-76, 84-87.
61