Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Qupperneq 83
Jón Ma. Asgeirsson
S
Islenska hómilíubókin
Og
Díatessaron Tatíans
✓
Agrip
Samræming fornra texta hefir lengi verið rannsökuð á grundvelli textafræða
(philology).’ Ýmsar aðrar forsendur liggja þó að baki slíkum tilraunum að
fornu og allt til nútímans. Þar ráða ekki síst félagslegar og sögulegar ástæð-
ur jafnt og stjómmálalegar. Guðspjöll Nýja testamentisins eru vitnisburður um
samræmingarferil hvert um sig.1 2 Um leið urðu þau sjálf heimild frekari sam-
ræmingar sem Díatessaron Tatíans er tvímælalaust frægasta dæmið um. Áhrif
Nýja testamentisins og ritninganna á vestræna menningu verða ekki vanmet-
in í ljósi þess hversu stóran sess þau skipa í táknheimi (epic) Vesturlanda yfir
höfuð. Það er ekki síður athyglisvert að rit eftir einstakling sem átti eftir að
verða úthrópaður villitrúarmaður af hinni miðstýrðu kirkju lifði við hlið rita
Nýja testamentisins allt fram á nítjándu öld3 sem gagnmerk heimild um kjarn-
ann í guðspjöllum Nýja testamentisins. Gæti verið að Díatessaron Tatíans hafi
einnig verið þekkt heimild eða rit á bak við einhverja elstu bók varðveittri á
1 Sjá t.d. Kurt and Barbara Aland, The Text of the New Testament. An lntroduction to the
Critical Editions and the Theory and Practice of Modern Textual Criticism (transl. Er-
roll F. Rhodes; Grand Rapids, MI & Leiden: Eerdmans & Brill, 1987 [1981]), 285-286;
Helmut Koester, „The Text of the Synoptic Gospels in the Second Century," í Gospel Tra-
ditions in the Second Century: Origins, Recensions, Text, and Transmission (ed. Willi-
am L. Peterson; Christianity and Judaism in Antiquity, Charles Kannengiesser ed., 3;
Notre Dame, IN & London: University of Notre Dame Press, 1989), 19-37.
2 Sjá t.d. Burton L. Mack, Who Wrote the New Testament: The Making of the Christian
Myth (San Francisco, CA: HarperSanFrancisco, 1995), 147-173; 176-183.
3 Sbr. William L. Peterson, „Tatian’s Diatessaron,“ í Helmut Koester, Ancient Christian
Gospels: Their History and Development (London & Philadelphia, PA: SCM & Fortress,
1990), 403; 418; greinin er samantekt á stærri rannsóknum hans sem birtust í idem, Tat-
ian’s Diatessaron: Its Creation, Dissemination, Significance, and History in Scholarship
(VCSup 25; Leiden: Brill, 1997).
81