Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 85
Islenska Hómilíubókin og Díatessaron Tatíans
og þær má rekja í Markúsaguðspjalli eða þeim öðrum ritum frá svipuðum tíma
sem geyma sömu hefðir. Þannig er t.d. varið píslarsögunni sem elst kann að
vera varðveitt í Pétursguðspjalli.8
Öll hafa hin kanonísku guðspjöll það að markmiði að gera grein fyrir upp-
runa kristindómnsins á grundvelli hugmyndar um Jesú frá Nasaret. Gagnorð-
astur er Markús og Lúkas fyrirferðamestur í tvíbókarriti sínu (Lúkasarguð-
spjalli og Postulasögunni) en hann rekur uppruna þessara nýju trúarbragða frá
fyrirheitum Gamla testamentisins til stofnunar kirkjunnar og útbreiðslu til höf-
uðstaðar heimsins í Róm.9 Rammi Matteusar er þrengri en Jóhannes talar frá
sjónarhorni hellenískrar frumspeki.
Sú staðreynd að eftir standa enn í dag fjögur guðspjöll í helgiritasafni
(canon) Nýja testamentisins er í senn vitnisburður um félagslegar forsendur
og samhengi þessara guðspjalla annars vegar og kirkupólitískar forsendur hins
vegar í sögu kirkjunnar langt fram á fjórðu öld. Þegar á annarri öld eða í kjöl-
farið á ritun yngstu rita Nýja testamentisins finnast á hinn bóginn dæmi um
tilraunir til að samræma hluta þessara fjögurra guðspjalla eða öll fjögur í eina
heilsteypta frásögu. í Öðru Klemensarbréfi frá um miðri annarri öld má
þannig finna einhver fyrstu merkin um tilvitnanir í Matteus og Lúkas þar sem
texti þessara guðspjalla hefir verið bræddur saman (t.d. 9.11). Þannig notast
þá höfundur bréfsins annaðhvort við samræmda heimild sem þegar hefir ver-
ið til staðar ellegar höfundur hefir sjálfur tekið sér það leyfi að fara með þessi
guðspjöll eins og eina heimild.10 I verkum Jústínusar píslarvotts (100-160)
er á hinn bóginn ótvírætt talið að höfundur notist við samræmda heimild úr
guðspjöllum Matteusar og Lúkasar. Eins og í Öðru Klemensarbréfi þá er
Markús næsta horfinn hér í skuggann og Jóhannes er hvergi nefndur af þess-
um höfundum. Ennfremur hefir verið bent á hvernig Jústínus aðlagar heim-
ildir sínar að sínum eigin áherslum sem byggja á greinarmun orða og verka
í boðun Jesú.11 Þannig má ljóst vera að sú tilhneiging sem þegar er til stað-
ar í guðspjallahefðinni sjálfri hefir haldið áfram í kjölfar ritunar guðspjall-
anna með e.k. nýjum ritum sem fyrst eru þekkt af nafngift Evsebíusar kirkju-
sagnfræðings á fjóðru öld þar sem Gagnmerka fjórstafakverið (Diatessaron)
8 Sjá John Dominic Crossan, The Cross that Spoke: The Origins of the Passiort Narrative
(San Francisco, CA: Harper & Row, 1988), 16-30.
9 Sjá t.d. umfjöllun Helmut Koester, Introduction to the New Testament, Vol. II, History
and Literature of Early Christianity (Philadelphia, PA & Berlin: Fortress & de Gruyter,
1982 [1980]), 84; cf. Burton L. Mack, A Myth of Innocence: Mark and Christian Orig-
ins (Philadelphia, PA: Fortress, 1988), 7-8, n. 3.
10 Sjá Koester, Ancient Christian Gospels, 351-353.
11 Ibid., 370.
83