Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 87
íslenska Hómilíubókin og Díatessaron Tatíans
er þessum vitnisburðum skipt landfræðilega í austræna texta og vestræna.19
Umdeilt er því hvert hafi verið upprunalegt tungumál ritsins en flest er talið
benda í áttina að sýrlensku (á grundvelli semískra áhrifa í vestrænum útgáf-
um af textanum).20
Hvað sem þeim vandamálum líður þá breytir það ekki þeirri staðreynd að
Díatessaron Tatíans geymir á mörgum tungum suma elstu leshætti guð-
spjallatextanna sem flestir eru ekki varðveittir í heild frá annarri öld en að-
eins síðar.21 Þá er jafnframt talið að texti Díatessaron hafi legið til grundvall-
ar sumum öðrum elstu þýðingum á guðspjöllum Nýja testamentisins eins og
þeirri sýrlensku og latnesku (vetus latiná). Loks er hér komið rit sem tengir
sögu hinnar elstu kristni við gjörvalla sögu kristinna miðalda í samhengi sem
vart á sér sinn líka.22
Samtímamaður Tatíans, Kelsus, ásakar kristna andstæðinga sína fyrir að
rita á sínum tíma samræmda texta guðspjallanna í þeim tilgangi að útrýma
mótsögnum og þversögnum í guðspjöllunum fjórum. I þeirri ásökun kann
einmitt að birtast vandamál sem hinir fyrstu kristnu söfnuðir stóðu frammi
fyrir einkum hvað varðar ólíkan söguskilning samstofnaguðspjallanna og Jó-
hannesarguðspjalls en einnig guðfræðilegar áherslur eins og um hutverk
huggarans í Jóhannesi.231 þessu samhengi varð hin allegóríska túlkun sú leið
sem hinir fyrstu kirkjufeður tileinkuðu sér í þeim tilgangi að útskýra það sem
stangast á í frásögum guðspjallanna og ritum Nýja testamentisins yfir höfuð.24
Sagnfestumenn (þ.e. þeir sem ekki beittu allegórískri túlkun) fóru leið Mar-
kíons (uppi á annarri öld) og skáru Nýja testamentið niður í Iítið samræmt
kver!25
Áður er getið hvernig samræmingar sér þegar merki í mótunarsögu guð-
spjallanna sjálfra.26 Sú samræming heldur trúlega fyrst áfram í nýjum útgáf-
Text (Monachii: Cotta, 1830). Helíand er elsta varðveitt ritverk saxneskt og er saga Jesú
í bundnu máli þar sem talið er að höfundur notist við texta Díatesaron, sjá frekar Peter-
son, ibid., 418-419.
19 Peterson, „Tatian’s Diatessaron," 403; 408-419.
20 Um vandamál tengd því að finna upprunalega textann sjá Tjitze Baarda, „In Search of
the Diatessaron Text,“ í idem, Early Transmission ofWords ofjesus, 65-78; Peterson held-
ur fram uppruna textans á sýrlensku, ibid., 408, 428-429.
21 Um aldur handrita guðspjalla Nýja testamentisins sjá t.d. Koester, Ancient Christian
Gospels, 244-246 (Jóhannes); 273-275 (Markús); 314-316 (Matteus); 332-336 (Lúkas).
22 Sbr. Peterson, „Tatian’s Diatessaron,” 403-404.
23 Sjá Tjitze Baarda, „Atatþwvta - Euptþwvta. Factors in the Harmonization of the Gospels,
especially in the e Diatessaron of Tatin,” í idem, Essays on the Diatessaron (CEBT; Kam-
pen: Pharos, 1994), 29-33.
24 T.d. Mack, Who Wrote the New Testament, 251-273.
25 Ibid., 253-254.
26 T.d. Koester, Ancient Christian Gospels, 240-348.
85