Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Síða 90
Jón Ma. Asgeirsson
Á grundvelli þessa setur Peterson fram þrjár viðmiðunarreglur sem hafa verði
að leiðarljósi til að setja saman (hugsanlega) útgáfu af frumtexta Díatessar-
on: (1) Lesháttur verður að fara saman í hvort tveggja austrænum og vest-
rænum útgáfum af Díatessaron Tatíans; (2) Lesháttur má ekki finnast í heim-
ildum utan Díatessaron sjálfs (þar eð Díatessaron útgáfan gæti þá verið und-
ir áhfrifum frá slíkum heimildum); (3) Loks telur Peterson að heimildir það-
an sem hugsanlegur lesháttur Díatessaron sé fenginn verði að bera einkenni
bókmenntastíls samræmdra texta, þ.e. vera úr samræmdri heimild (gospel
harmony)-38
Fyrir liðlega tveimur áratugum síðan birtist örstutt greinargerð eftir þau
van Arkel-de Leeuw van Weenen og Quispel þar sem þau bentu á hliðstæð-
ur á milli ritningarstaða í hinni fornu íslensku Hómilíubók og gömlu norsku
Hómilíubókinnfl9 annars vegar og vestrænna textahefða Fjórstafaritsins hins
vegar. Þau benda máli sínu til stuðnings á texta úr Matteusi í íslensku bók-
inni (Mt 2.16) og úr Lúkasi í þeirri norsku (Lk 1.9).40
í íslensku Hómilíubókinni segir á þessa leið:
En er Herodes konungur sá, að hann var tældur af austurvegskonungum, þá sendi
hann menn í Betlehem og lét drepa alla tvævetra sveina og yngri, ... (Mt 2.16a-
b) [leturbreytingu bætt við!].41
Hér er það leshátturinn „lét drepa“ sem van Arkel-de Leeuw van Weenen og
Quispel bera saman við texta Vulgötu þar sem einfaldlega segir að Heródes
hafi drepið sveinana ungu en ekki fyrirskipað öðrum að framkvæma ódæðið:
... occidit omnes pueros ... (Mt 2.16b).42
Enda þótt höfundar telji sig geta bent á fleiri dæmi (sem þau þó tiltaka ekki
í þessari greinargerð) þá er ljóst að samanburðurinn stenst ekki þá mælikvarða
sem Peterson leggur einmitt til grundvallar texta Díatessaron Tatíans: (1) Van
Arkel-de Leeuw van Weenen og Quispel leggja aðeins texta hinnar vestrænnu
hefðar til grundvallar (án samanburðar við hina austrænu hefð43). (2) Þá leita
38 Ibid., 420-421.
39 Gammel norsk homiliebok, Innledning og kommentarer ved Erik Gunnes (þýð. Astrid
Salvesen; Oslo; Universitetsforlaget, 1971).
40 „Diatessaron in Iceland and Norway,“ 214-215.
41 íslensk hómilíubók, 262.
42 Sjá t.d. Nova vulgata Bibliorum Sacrorum editio (Roma: Libreria editrice vaticana, 1979).
43 í arabísku þýðingunni segir t.d. í enskri þýðingu Hogg: „And Herod then, when he saw
that he was mocked of the Magi, was very angry, and sent and killed all the male children
which were in Bethlehem and all its borders, from two years old and under, ... ,“ „Di-
atessaron of Tatian," 47 (3.16) eða nokkum veginn samhljóða gríska textanum sbr. næstu
neðanmálsgrein!