Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 95
Kristján Búason:
Allegóría um hlutdeild heiðinkristinna
í framgangi hjálpræðis Jesú Krists
Mt. 15.21-28
Bókmenntafrœðileg greining textans
Eftirfarandi grein er tilraun til þess að skýra einn af torráðnum textum Nýja
testamentisins. Ég tel þennan texta allegóríu og vitna um þá trú og trúarskiln-
ing frumkristninnar fyrir tæpum 2000 árum, að Drottinn Jesús Kristur verði
við bæn kristinna af heiðnum uppruna vegna ættmanna þeirra, af því að heið-
ingkristnir trúi og eigi hlutdeild í hjálpræði Guðs, sem ætlað er ísrael, og að
þennan skilning sé að rekja til Jesú á jarðvistardögum hans.
Textinn
Textinn stendur í Matteusarguðspjalli 15.21-28 og segir frá samskiptum Jesú
og kanverskrar konu. Þessi texti er samkvæmt helgisiðabók íslenzku þjóð-
kirkjunnar guðspjall 2. sd. í föstu. Höfundur leggur til grundvallar umfjöllun
sinni frumtextann, sem er á grísku, en hér fylgir þýðing höfundar:1
„21. Og er Jesús fór þaðan vék hann undan2 inn í3 landsvæði Týrusar og
Sídonar.
1 Hér er byggt á útgáfu gríska textans, Nestle - Aland, Novum Testamentum Graece. Stutt-
gart: Deutsche Bibelgesellschaft 271996 (1993). Textinn er studdur elztu og beztu hand-
ritum. Hér er um vinnuþýðingu að ræða, sem reynir að fylgja frumtextanum eins og regl-
ur íslenzkunnar leyfa, en ekki miðað að bókmenntalegri þýðingu.
2 Gríska sögnin ávaxwpéco merkir hér: „ég vík burt, undan“, Mt. 2.2,12,13,14,22, 4.12, 9.24,
12.15, 14.13, 15.21, 27.5, sbr. Bauer, ávaxupéw. Sögnin er eitt af einkennisorðum
Matteusarguðspjalls, sbr. Moulton-Geden.
3 ávaxupéu el? merkir hér „ég vík undan inn f* tiltekið landsvæði, stað, ekki „í áttina
til.“ Sjá Mt. 2.12,14,22, 4.12, 14.13, 15.21. Sjá einnig Jóh. 6.15. Hér er ekki um trúboðs-
ferð að ræða eins og í Mt. 10.5 n., sbr. 15.24. Nánar um þessa og aðra túlkun sjá næstu
athugasemd.
93