Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Qupperneq 96
Kristján Búason
22. Og sjá kona kanversk úr þeim héruðum gekk út,4 hrópaði5 og sagði:
„Miskunna þú mér, herra, sonur Davíðs!
Dóttir mín er þungt haldin af illum anda.“
23 En hann svaraði henni ekki orði.
Lærisveinar hans komu
og báðu hann:
„Láttu hana fara,
hún hrópar á eftir oss.“
24. Hann svaraði og sagði:
„Ég er ekki sendur nema til týndra sauða Israels húss.“6
25. En hún kom,
laut7 honum
og sagði:
„Herra, hjálpa þú mér!“
26. En hann svaraði og sagði:
„Ekki er það gott8
að taka brauð barnanna
og kasta því fyrir hundana."
4 Hér er forsetningaliðurinn öttö twv ópítov eKeívtov tekinn með ywíj Xavavaía en
ekki með lh. é£e\0oÐaa, þar sem Mt. hefur forsetningalið með sögn venjulega á eftir
sögninni, sbr. 12.43, 17.18, 24.27. Þessi lestur fellur einnig að því, að Jesús er staddur á
landsvæði Týrusar og Sídonar, sbr. athugsemdina hér næst á undan, svo Holtzmann 1901,
254, Weiss 41, Allen 167, Klostermann 134, Schlatter 243-246, Schniewind 183 n., Bonn-
ard 231, aths. 1, Grundmann 376, Hill 253, Albright-Mann 186 n., Hagner 438 n., Verseput
18 n., Fornberg 301, Patte 20, Gnilka 28, Gundry 310, Luz 33, gegn Meyer 308, sem
tekur lýsingarháttinn éX0oOaa með dtTÓ twv ópítov éKetvtov, svo einnig Zahn 552 n.,
Loisy 969 n., Holtzmann 1926, 160 n., Lagrange 308, Gaechter 501, Harrisville 280,
Schweizer 214, Dermience 31 með tilvísun til samfellu eða „chiasmos" í notkun lh.
éíeX0töv - éfeX0oOaa, Legasse 24, Focant 54, Harrington 235, óljóst Schmid 240.
5 Hér er notuð þt. eKpa£ev, sem undirstrikar eitthvað, sem hófst og hélt áfram, sbr. Hagner
441, Luz 433.
6 Gríski textinn „...Tct TrpóþaTa Ta diToXtoXÓTa olkou ’ IapaijX“ notar ef., sem lesa má
eins og í íslenzku ýmist sem genitivus partitivus, það er hluta ísraels, eða genitivus epex-
egeticus, það er alls Israels. Hér er hann lesinn sem genitivus epexegeticus. Sjá nánari
umfjöllun síðar.
7 Sjá Bauer, TrpoaKuvéto, ég hylli knéfallandi, tilbið, „...niederkniend huldigen, anbeten,
fussfallig verehren," og Greeven 759-767, einkum 761.
8 KaXóv hefur hér siðferðilega merkingu og er því þýtt með „gott,“ sbr Bauer KaXó?l.b.,
Luz 429, en Lohmeyer-Schmauch 255 þýðir „ekki er leyfilegt“ eða „það er ekki mögu-
legt,“ en vill leggja áherzlu á hina siðferðilegu merkingu.
94