Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 104
Kristján Búason
ákveðnum bráðabirgðaskilningi á textanum. Þetta felur í sér, að litið er á frá-
söguna sem skipulega samstæða heild valinna þátta sjálfstæðra eininga í tjá-
skiptakringumstæðum og hugað sérstaklega að tengslum, sem beinast að við-
takandanum.
Athyglin beinist annars vegar að því, sem kallað er form framsetningar-
innar eða tækni framsetningarinnar, og hins vegar að því, sem kallað er form
innihaldsins, með öðrum orðum því, sem valið er til frásögunnar.
Horft er fram hjá bæði raunverulegum höfundi og raunverulegum viðtak-
anda, en báðir eru þeir utan textans. Út frá skipan textans má reyndar að lok-
um álykta sig til áhrifa þeirra á textann og er þá talað um innbyggðan höf-
und og innbyggðan viðtakanda.
Sá, sem tjáir sig með eða í textanum, er kallaður sögumaður og sá, sem
hann tjáir sig gagnvart, er viðmælandi hans. Þeir geta verið ýmist duldir eða
augljósir. Þeir eru duldir, þegar þeir eru ekki manngerðir á sviðinu, sem text-
inn greinir frá.
Við greiningu sögumanns textans er hugað fyrst að sjónarhorni sögu-
manns, stíl hans, frásagnarmynztri og öðrum bókmenntalegum þáttum, sem
hann notar, og loks fléttu framsetningarinnar.
Við greiningu á formi innihaldsins er hugað að þeim innihaldsþáttum, sem
sögumaður velur til frásögunnar, annars vegar atvikum, sem geta verið atburð-
ir eða athafnir, sem mynda uppistöðu í fléttunni, og hins vegar tilvistarþátt-
um eins og tíma, stað, manngerðum og tengslum þeirra.41 Hér verða flétta og
uppistöðuþættir hennar teknir saman.
í umfjölluninni verður sama efni tekið fyrir út frá mismunandi aðkomu,
þess vegna verður ekki komizt hjá vissri endurtekningu ákveðinna þátta frá-
sögunnar.
Sögumaður Matteusarguðspjalls
Sögumaður guðspjallsins er yfirleitt dulinn. Hann talar í þriðju persónu. Nær-
veru sína gefur hann aðeins til kynna, þegar hann talar beint til viðtakanda í
formlegri hvatningu til að veita athygli því, sem hann framsetur, sbr. form-
lega athyglisskírskotun hans, „Og sjá...,“ ko'l l8ou...
I guðspjallinu er sögumaður alvitur, hann veit meira en þeir, sem sagt er
frá og tjá sig á sviði frásögunnar. Hann þekkir ekki aðeins sögu Jesú frá fæð-
ingu hans til dauða hans, upprisu og himnafarar, heldur einnig fyrirboðun
41 Sjá einkum Chatman, S., Story and Discourse. Narrative Structure in Fiction and Film.
Ithaca and London: Cornell University press 1978. Sjá einnig Rhoads, D. - Michie, D.,
Mark as Story. An Introduction to the Narrative ofa Gospel. Philadelphia: Fortress Press
1982, en höfundar byggja mjög á bók Chatman’s.
102