Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 107
Allegóría um hlutdeild heiðinkristinna . . .
En hvernig skal skilja endurtekin neikvæð viðbrögð Jesú við endurtekinni
beiðni konunnar, sem virðast ekki falla að niðurstöðu frásögunnar og fyrr-
greindu sjónarhorni sögumanns? Fyrst svarar Jesús henni ekki orði, síðar seg-
ir hann við hana, að ekki sé fallegt að taka brauð barnanna og kasta því fyr-
ir hundana. Forsenda þessa er myndugleiki og áhrifavald Jesú í augum sögu-
manns. Lykillinn að skilningi sögumanns á neikvæðum viðbrögðum Jesú gef-
ur hann í orðum Jesú til lærisveinanna, sem þar með fá ákveðið vægi,46 að
hann sé ekki sendur, nema til týndra sauða Israels húss. Með þessu gefur sögu-
maður til kynna, að ákveðið grundvallaratriði sé til umræðu frekar en einstak-
lingsbundin og persónuleg orðaskipti.47 Það vekur jafnframt spurningu um,
hvernig þetta grundvallaratriði og jákvæð afstaða sögumanns svo og Jesú til
konunnar í niðurlagi frásögunnar fari saman.
Beiðni lærisveinanna um að senda konuna burt, af því að hún hrópi á eft-
ir þeim, fellur ekki að sjónarhorni sögumanns. Það sést af því, að Jesús gegn-
ir ekki beiðni þeirra. Konan nær fundi hans.
Ekki er andmælt skýringu Jesú gagnvart lærisveinunum á sinnuleysi sínu,
að hann sé ekki sendur nema til týndra sauða ísraels húss. Sama máli gegn-
ir um svarið, að ekki sé gott að kasta brauði barnannna fyrir hundana. Kon-
an tekur undir það, en rökstyður jafnframt beiðni sína. Svar hennar, „... því
einnig hundarnir éta mola þá, sem falla af borðum húsbænda þeirra,“ gefur
til kynna þá skoðun sögumanns, að sending Jesú og uppfylling beiðni henn-
ar fari saman, Jesús tekur undir beiðni konunnar. Ekkert bendir til þess, að í
sögunni breyti Jesús um þá skoðun, að hann sé ekki sendur nema til týndra
sauða ísraels húss.48 Þannig er spennan leyst, sem virðist vera milli viðbragða
Jesú í fyrrihluta frásögunnar og í niðurstöðu hennar. í endurtekinni framsetn-
ingu á viðbrögðum Jesú í fyrrihluta frásögunnar, sem hægt er að túlka sem
höfnun eða frávísun eins og lærisveinarnir gera,49 vekur sögumaður eftirvænt-
ingu lesandans eftir niðurstöðu í viðskiptum Jesú og konunnar. Hér má sjá
46 Gnilka 30.
47 Roloff 160, aths. 198, vísar til þess, að þemað trú dragi gjaman til sín minni um and-
stöðu. Woschitz 324 segir, að þögn Jesú virðist eiga að undirstrika innri og ytri fjarlægð.
48 Öðruvísi Holmberg 167-176, sem heldur því fram að Jesús hafi tapað í deilunni („strids-
samtalet"), sjá nánar s. 167, ennfremur að sjónarhom Mt. undirstriki trúarundur, þar sem
til grundvallar liggi „missiologiskt program." Svipuð viðhorf, þar sem gefið er í skyn, að
Jesús láti undan konunni, má finna meðal annars hjá Meyer 309, Zahn 526, Bultmann
38, Grundmann 377, Patte 221, Theissen 225, sem tekur mið af Mk. Woschitz 326, tel-
ur hér vera framsetta spámannlega guðfræði Gt., þar sem hjálpræðið sé ætlað fsrael og
síðan miðlað heiðingjum.
49 Þannig túlka flestir ritskýrendur viðbrögð Jesú fram að v. 28.
105