Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Qupperneq 108
Kristján Búason
eins konar dvöl (ensk. suspense) í framsetningunni, sem endi í „óvæntu“ svari
(ensk. surprise) konunnar og endanlegu svari Jesú.50
Stíll frásögunnar er mjög knappur. Meginhluti frásögunnar eru stutt orða-
skipti í beinni ræðu, fyrst ákall konunnar, síðan orðaskipti lærisveinanna og
Jesú og loks konunnar og Jesú í tveimur liðum.
Stíllinn er hlutbundinn í lýsingu á ytri aðstæðum, en í orðum Jesú og kon-
unnar eru notuð nokkur óhlutbundin hugtök eins og í orðunum „..miskunna
þú mér, herra...,“ „...éXériaór’ pe, KÚpLe...“ í v. 22; „...er haldin illum anda,“
„8aL|iouL^eTai.“ í v. 22; „...læknaðist..." „...tá0r)...“ í v. 28; „...hjálpaðu mér!“
,,...(3of|0eL poL.“ í v.25. og orðið „trú,“ „TTLaTLS,“ í v. 28.
Orðfærið „...éXé'riaór’ pe, KÚpLe...“ í ákalli konunnar tilheyrir bænamáli
Psaltarans (LXX),51 6.3, 9.14, 30.10, 40.5 og 11, 85.3. Svipuðu máli gegnir
um ,,...(3of|0eL poi...,“ 69.5 (,,...(3oi)0r|aóv poL...“) 108.26 (,,(3of|0r|aóy
poL,...“). Konan ávarpar Jesúm sem son Davíðs, ulos' AautS, það er messí-
as, hinn fyrirheitna frelsara ísraels. Þetta ávarp er einkennandi fyrir Mt., sjá
1.1, 9.27, 12.23, 15.22, 20.30,31, 21.9,15. Orðfæri tilbeiðslunnar og ávörp-
in, herra, sonur Davíðs, sem hér eru tengd saman með einstökum hætti í guð-
spjallinu, gefa til kynna, að sögumaður líti á orðaskiptin í samhengi trúaðs
kristins manns frammi fyrir Drottni Jesú Kristi.52 Þetta samhengi gefur orð-
unum, „laut honum,“ „...TTpoaeKÚyet aÚT(jj,“ merkingu tilbeiðslu, en orðfær-
ið er einkennandi fyrir Mt.53 Sama orðfæri er að finna í ákalli til Jesú í Mt.
20.30 og 31.
50 Gundry 313 telur Mt. spyrða Jesúm og lærisveinana saman sem hindranir, sem hefji upp
trú hennar, þegar hún sigrast á þeim.
51 Schniewind 184, Grundmann 377, Gundry 314, Gnilka 30 n., Dermience 33 n., Luz 433.
52 Fræðimenn hafa gjarnan aðgreint heiðingkristna játningu og gyðingkristna játningu og
talið ávarpið, herra, sonur Davíðs, vitnisburð um sameiningu þessar játninga, sjá Lohse
489-491, Harrisville 280 n., Gnilka 30, Frankemölle 136, sem segir, að hin heiðna kona
ávarpi Jesúm með tveimur titlum, sem tilheyri ólíkum áherzlum, með „...universalistisch-
hellenistischen und paritkularistsch-júdischen Titeln anruft." og Russell 276 n. Öðruvísi
Bonnard 230, sem telur ávörpin gyðingleg, viðtakendur gyðingkristna og ávarpið, sonur
Davíðs, ekki eskatologískt.
53 Sjá Moulton / Geden, npooKuvéu, sem sýnir, að sögnin kemur 11 sinnum fyrir í Mt. og-
iðulega í tengslum við tilbeiðslu. Sjá Greeven 762 og 764 „Wo das Neue Testament
ttpooKuvclv gebraucht, ist das Richtungsziel immer etwas - wahrhaft oder vermeidlich
- Göttliches. Held 217 bendir á, að í Mt. sé orðið aldrei notað um andstæðinga Jesú eða
spottara, heldur um sanna tilbeiðslu gagnvart Jesú, sbr. Mt. 2.2, 8,11 í sögunni um vitr-
ingana, 14.33,28.9,17 (18.26) af hálfu lærisveinanna, og 8.2, 9.18, 15.25 og 20.20 afhálfu
biðjenda. Held telur, að guðspjallamaðurinn hafi bætt þessu orði inn í hefðina. Hann tel-
ur Mt. hafa haldið fast við hefðina um tilbiðjandi bæn, sem söfnuðurinn eigi enn aðgang
að gagnvart drottni og sé dæmigert atferli.
106