Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 115
Allegóría um hlutdeild heiðinkristinna . . .
Greining atburðarrásannnar
Framsetning atburðarásarinnar eða flétta frásögunnar er í samræmi við fram-
vindu söguefnisins, með öðrum orðum í eðlilegri tímaröð.
Við greiningu framvindu frásögunnar er gerður greinarmunur á framvindu-
staðhæfingum, þar sem greint er frá því, að einhver gerir eitthvað og stöðu-
staðhæfingum, þar sem lýst er, að einhver eða eitthvað sé eitthvað. Framvindu-
staðhæfingar greina frá framvindu athafnanna. Meðal þeirra má greina kjarna-
staðhæfingar, sem segja frá stefnumarkandi athöfnum, sem fela í sér val. Aðr-
ar svo kallaðar fylgistaðhæfingar útfæra og skýra. Kjarnastaðhæfingar bera
frásöguna uppi. Þær er hægt að undirliða. Falli þær niður glatar frásagan rök-
legri byggingu sinni.
Eftirfarandi greining textans tekur mið af kjarnastaðhæfingum, hverjir eig-
ast við á sviðinu og hvað þeir gera.
Frásagan skiptis í fjóra hluta.: Inngangur, sem kynnir svið atburðarásar-
innr. Fyrsti meginhlutinn markast af kanverskri konu, sem hrópar á Jesúm.
Annar meginhlutinn markast af því, að lærisveinar Jesú ganga fram til hans
og biðja hann, og þriðji meginhlutinn markast af, að konan nær fundi Jesú og
lýtur honum.81
I. (v. 21) Kjarnastaðhæfing afmarkar svið frásöguna og greinir frá því, að
Jesús víkur undan til héraða Týrusar og Sídonar.
81 Öðruvísi Gnilka 28, sem skiptir þannig : „Expositio (21-23a), Jiingerbelehrung (23b-24),
Gesprach mit der Frau und Heilung (25-28).“ Schniewind 183 sér stígandi í uppbygg-
ingu. Lohmeyer - Schmauch 252 sér hér ljósa uppbyggingu, þrisvar biðji konan og þrisvar
svari Jesús. Hagner 440 skrifar um bókmenntalega list Mt. í byggingu frásögunnar. Forn-
berg 301 telur hægt að skipta frásögunni í 3 hluta, landfræðilegan ramma með upplýs-
ingum um staðsetningu, v. 21, stutta kraftaverkafrásögu, vv. 22 og 28, sem mynda ramma
um samtal, sem skotið er inn, vv. 23-27. Dermience 45 sér skil, þar sem kanverska kon-
an kemur til sögunnar, sbr. athyglisvekjandi orðin í v. 22a, Kal l8oú, og við lok samtals-
ins, v. 28a. Luz 430 vísar til einkenna „frásögu af lækningu úr fjarlægð" og vísar þar til
skýringarits eftir R. Pesch um Mk., sem telur þættina vera 1. beiðni staðgengils, 2. and-
óf, 3. tjáningu trausts staðgengils, 4. hughreystandi ávarp og orð að skilnaði. Luz bend-
ir á, að einkennandi fyrir Mt. sé stutt beiðni og orð um lækningu í v. 22. og 28, áherzla
liggi á samtali inn á milli, þar sem Jesús geri í þremur stigum erfitt fyrir um að uppfylla
beiðni konunnar, þar sé átt við þögn Jesú, orð lærisveinanna og svar Jesú, ennfremur orð
Jesú í v. 26. feli í sér nýja afgerandi íþyngingu, konan sveigi síðan til svar Jesú í v. 27
og sanni þannig traust sitt. Bls. 431 bendir Luz á, að frásagan sýni í byggingu skyldleika
við Mk. 10.46-52, þar sem hinn sjúki biðji þrisvar um lækningu. Hann telur jafnframt
meðferð Mt. á efni sögunnar sýna mikla bókmenntalega list. Meier 398 n. sér hér fjög-
ur orðaskipti, fyrstu þrjú feli í sér höfnun. Focant 27 dregur fram þrefalda ítrekun, tvær
hafnanir og loks bænheyrslu, sem hann telur eiga sér hliðstæðu meðal annars í frásög-
unni af Jesú í Getsemane (Mt. 26.36-46).
113