Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 138

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 138
Kristján Valur Ingólfsson Með öðrum orðum: Annars vegar birtist grundvöllur kristinnar arfleifðar í samtíma reynslu og útfærslu, - hins vegar veitir hin vísindalega teóría grund- völl ábyrgðarinnar á hinni sögulegu birtingarmynd kirkjunnar og hins sam- eiginlega lífs hinna kristnu innan hennar. Praktísk guðfræði tengir þetta tvennt. Þetta þýðir að hin guðfræðilega rannsókn veitir svör við því hver kristin- dómurinn er og hver kirkjan er í sögulegu samhengi. Hún setur fram kenn- ingu um hinn guðfræðilega veruleika á hverjum tíma í formi nýrra rannsókna á ritningunni og glímir við vandamál trúfræðilegs og siðfræðilegs eðlis í ljósi sögu og samtíðar. Kirkjan að starfi á hverjum tíma glímir við heimfærslu krist- ins boðskapar í breytilegri veröld. Hún leitar staðfestu í störfum sínum hjá hinni akademísku guðfræði. Praktísk guðfræði er á hverjum tíma tilraun til að byggja brú hér á milli. Ég hef sagt á öðrum stað: „Nú er það kunnugt, að hægt er að skilja guð- fræðina sem eina grein á hinum akademiska meiði algjörlega óháð því sem fram fer í kirkjunni. Samt er nú enn til sú áhersla að guðfræðin fjalli einmitt um samfélag þeirra sem trúa og um opinberun Guðs eins og hún birtist í tján- ingu trúarinnar á Guð, og að hún beiti í umfjöllun sinni aga hinna akadem- ísku fræða. Með þeirri aðferð getur einmitt komið í ljós að guðshugmyndir og opinberunarfrásagnir og kirkjusamfélög standi á ótraustum grunni eða séu af ásetningi settar fram með ákveðnum hætti í ákveðnum tilgangi sem stríði gegn grundvallareðli þeirra. Þess vegna þarfnast kirkjan þess á öllum tímum að guðfræðin gefi sér tíma til að glíma við hana og hugmyndafræði hennar. Það má jafnvel halda því fram guðfræðin sé að þessu leyti lífakkeri kirkjunn- ar - eða jafnvel seglið - þótt ekki sé hún vindurinn, eða andinn.“2 Páll Skúlason háskólarektor sagði í fyrirlestri í tilefni 150 ára afmælis Prestaskólans sem birtist í Ritröð Guðfræðistofnunar: „Guðstrú kristinna manna kallar á guðfræði til að yfirvega og kanna sjálfa sig og viðfang sitt, boðskap Krists og kenningu um guð. Trúin kallar á fræðin ,..“3 II. Skólavarðan í Skálholti hefur verið byggð upp aftur. Ekki eru nema fá ár síð- an að það var álitamál meðal þeirra sem um fjölluðu um hvort það væri leyfi- legt. Spurt var hvort menningarminjar í náttúrunni ættu ekki bara að hverfa 2 Kristján Valur Ingólfsson: „Kristur að starfi“. Guðfræðin í kirkjusögunni: í: Kristni á Islandi. Útgáfumálþing á Akureyri og í Reykjavík. Skrifstofa Alþingis í samvinnu við Háskólann á Akureyri og ritstjóra Kristni á íslandi, október 2001. 3 Páll Skúlason, Trúin og tilgangur vísinda, Guðfræði, kirkja og samfélag. Studia tlieolog- ica islandica, 12. Ritröð Guðfrœðistofnunar. Reykjavík 1998 (19-27) 26.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.