Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 138
Kristján Valur Ingólfsson
Með öðrum orðum: Annars vegar birtist grundvöllur kristinnar arfleifðar
í samtíma reynslu og útfærslu, - hins vegar veitir hin vísindalega teóría grund-
völl ábyrgðarinnar á hinni sögulegu birtingarmynd kirkjunnar og hins sam-
eiginlega lífs hinna kristnu innan hennar. Praktísk guðfræði tengir þetta
tvennt.
Þetta þýðir að hin guðfræðilega rannsókn veitir svör við því hver kristin-
dómurinn er og hver kirkjan er í sögulegu samhengi. Hún setur fram kenn-
ingu um hinn guðfræðilega veruleika á hverjum tíma í formi nýrra rannsókna
á ritningunni og glímir við vandamál trúfræðilegs og siðfræðilegs eðlis í ljósi
sögu og samtíðar. Kirkjan að starfi á hverjum tíma glímir við heimfærslu krist-
ins boðskapar í breytilegri veröld. Hún leitar staðfestu í störfum sínum hjá
hinni akademísku guðfræði. Praktísk guðfræði er á hverjum tíma tilraun til
að byggja brú hér á milli.
Ég hef sagt á öðrum stað: „Nú er það kunnugt, að hægt er að skilja guð-
fræðina sem eina grein á hinum akademiska meiði algjörlega óháð því sem
fram fer í kirkjunni. Samt er nú enn til sú áhersla að guðfræðin fjalli einmitt
um samfélag þeirra sem trúa og um opinberun Guðs eins og hún birtist í tján-
ingu trúarinnar á Guð, og að hún beiti í umfjöllun sinni aga hinna akadem-
ísku fræða. Með þeirri aðferð getur einmitt komið í ljós að guðshugmyndir
og opinberunarfrásagnir og kirkjusamfélög standi á ótraustum grunni eða séu
af ásetningi settar fram með ákveðnum hætti í ákveðnum tilgangi sem stríði
gegn grundvallareðli þeirra. Þess vegna þarfnast kirkjan þess á öllum tímum
að guðfræðin gefi sér tíma til að glíma við hana og hugmyndafræði hennar.
Það má jafnvel halda því fram guðfræðin sé að þessu leyti lífakkeri kirkjunn-
ar - eða jafnvel seglið - þótt ekki sé hún vindurinn, eða andinn.“2
Páll Skúlason háskólarektor sagði í fyrirlestri í tilefni 150 ára afmælis
Prestaskólans sem birtist í Ritröð Guðfræðistofnunar: „Guðstrú kristinna
manna kallar á guðfræði til að yfirvega og kanna sjálfa sig og viðfang sitt,
boðskap Krists og kenningu um guð. Trúin kallar á fræðin ,..“3
II.
Skólavarðan í Skálholti hefur verið byggð upp aftur. Ekki eru nema fá ár síð-
an að það var álitamál meðal þeirra sem um fjölluðu um hvort það væri leyfi-
legt. Spurt var hvort menningarminjar í náttúrunni ættu ekki bara að hverfa
2 Kristján Valur Ingólfsson: „Kristur að starfi“. Guðfræðin í kirkjusögunni: í: Kristni á
Islandi. Útgáfumálþing á Akureyri og í Reykjavík. Skrifstofa Alþingis í samvinnu við
Háskólann á Akureyri og ritstjóra Kristni á íslandi, október 2001.
3 Páll Skúlason, Trúin og tilgangur vísinda, Guðfræði, kirkja og samfélag. Studia tlieolog-
ica islandica, 12. Ritröð Guðfrœðistofnunar. Reykjavík 1998 (19-27) 26.