Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Qupperneq 140
Kristján Valur Ingólfsson
Ef það væri nú svo að dræm kirkjusókn (ég verð að taka fram að kirkju-
sókn er ekki allsstaðar dræm, - til dæmis var hún það ekki í Háskólakapell-
unni í gær* * 6, og hún verður það nánast hvergi á morgun, fyrsta sunnudag í að-
ventu, ekki frekar en á jólunum), - en ef það væri nú svo að dræm kirkju-
sókn - og hún er dræm, hún er ömurleg yfirleitt í þessu landi, ef það væri svo
að það boðaði hægfara andlát kristninnar, á kirkjan að starfi að meta það sem
eðlilega þróun hins vestræna upplýsta samfélags? Og á hún að fylgja þeim
fáu sem koma þar til þau andast sjálf, og á þá þá líka guðfræðin að láta sér á
sama standa?
Ég tel að þetta hafi verið nokkuð góð aðferð í „reformasjóninni“ eins og
hún birtist íslendingum á 16. öld: Ábyrgðin á stjórn kirkjunnar hvílir á kóng-
inum, á biskupnum og á guðfræðideild Háskólans. Ábyrgðin hvíldi þar áfram
þótt þeir hafi lent í veseni með Niels Hemmingsen.7
Kóngurinn er farinn og kóngsígildið sýnist vera að létta af sér skyldum
sínum og biskupinn verður því einn fyrir föstum skotum og guðfræðideildin
hefur verið rænd atkvæði sínu á kirkjuþingi, - en það hefur ekki verið plástr-
að fyrir munninn á henni.
III.
Enginn veit hvernig messan var á Þingvöllum fyrir þúsund árum. Ef hins veg-
ar var farið eftir gildandi reglum þess tíma um messuhald, þá má færa að því
gild rök hvemig hún hafi verið. Sömuleiðis má draga upp mynd af þeirri kenn-
ingu kirkjunnar sem þá var ríkjandi, þótt enginn viti hvort trúboðsbiskupar
eða prestar héldu sig á línunni eða fóru frjálslega með.
Við höfum sem sagt nokkuð góðar heimildir um ákveðnar megin línur
guðfræðinnar, þess sem boða skyldi og hvernig það skyldi fram borið á sam-
komum safnaðanna. Bréf og leiðbeiningar biskupa, páfa og erkibiskupa varð-
andi messusiði eru upplýsindi um kenninguna, vegna þess að messan var stað-
urinn þar sem boðskapnum var komið á framfæri - boðskapnum sem hin trú-
strákar", Uppeldi og menntun. Tímarit Kennaraháskóla íslands. 8. árg. 1999: 9-33 og
Gunnar J Gunnarsson: „Unglingar og trú“, Bjarmi 93. árg. 1 .tbl.1999: 13-17.
6 Hér er vísað til messu á vegum Félags guðfræðinema í Háskólakapellunni við upphaf há-
tíðahalda stúdenta 1 .desember 2000.
7 Niels Hemmingsen (1513-1600). Við nám íWittenberg 1537-1542, frá 1543 prófessor við
háskólann í Kaupmannahöfn, virtasti guðfræðingur og guðfræðikennari í Danmörku á 16.
öld, rekinn frá háskólanum 1579 samkvæmt fyrirmælum Friðriks II fyrir kryptókalvínsk-
ar skoðanir á altarissakramentinu, en glataði þó engu af virðingu sinni eða áhrifum fram
á elliár.
138