Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Síða 142
Kristján Valur Ingólfsson
er vettvangur þeirra ákvarðana? Ekki síst í messunni. Þær koma fram í því
hvaða hlutar ritningarinnar eru lesnir, hvaða áherslur ríkja í prédikuninni og
í sálmum og söngvum kirkjunnar. Og ef þetta allt fengi að fara sinn veg án
guðfræðilegrar ígrundunar, hvert leiðir það?
Astæðan fyrir því að ólíklegt er að hér í kjallaranum sé borinn fram
skemmdur matur eða heilsuspillandi, er svokallað GÁMES-kerfi.11 Okkur sem
lentum í því að mæta því þegar það var tekið upp þótti það erfitt og jafnvel
heimskulegt. En það bjargaði rekstrinum. Innra eftirlit (gæðaeftirlit) kirkjunn-
ar er hin guðfræðilega rannsókn.
Hvar er vettvangur guðfræðinnar? Náttúrulega innan veggja þessarar göf-
ugu stofnunar eins og síðar verður vikið að. En þar fyrir utan?
Messan er vettvangur guðfræðinnar. Heimilisguðræknin er vettvangur
guðfræðinnar. Söfnuður er ekki fornaldarmynd í félagslegu samhengi, eÖa
hrunin skólavarða. Söfnuður er alltafnýr. Hann verður til að nýju í hvert sinn
og Orðið er prédikað í honum miðjum.
Marteinn Lúther sagði: Vera theologia est practica. Hvers vegna? Af því
að hún þjónar trúnni, sem grípur inn í lífið, og glímir við það. Praktísk guð-
fræði er því í hlutverki sendiboðans. Hlutverk sendiboðans er mikilsvert. En
hann býr við tvenns konar vanda: Að klúðra ekki erindinu á leiðinni, - týna
því eða breyta því, eða þann vanda að vera tekinn af lífi, vegna þess að við-
takandanum Iíka ekki skilaboðin.
Hver sér um greiningu viðtakanda nema hin fræðilega úttekt guðfræðinn-
ar? Hver segir hvort kirkjan er á réttri leið eða rangri, hver segir hvort hún
er í samhljóðan við þann boðskap sem henni var falið að flytja, ef ekki guð-
fræðin. Það gerir auðvitað ekki endilega öll guðfræðiðkun - engin skilji þessi
orð svo.
Þetta er líka spurning um tengingu guðfræðinnar við kirkjuna í hina átt-
ina. Kirkjan hefur ekkert að gera með ráðleggingar sem byggðar eru á ann-
arlegum hugmyndum. Þess vegna er hlutverk sendiboðans líka að leiða sam-
tal- og byggja brýr.
Guðfræðin, líka hin játningabundna, er samkirkjuleg í eðli sínu og sem
slík getur hún auðveldað byggingu brúar milli kirkjudeilda.
Þegar guðfræðingar og kirkjuréttarfræðingar af hálfu rómversk-kaþólsku
kirkjunnar og ýmissa mótmælendakirkna ræddu hina samkirkjulegu niður-
stöðu urn skírn kvöldmáltíð og embætti sem kennd er við borgina Lima í
11 Greining /íhættuþátta og Aíikilvægir EftirlitsStaðir - skammstafað: GÁMES. Lög frá 1995
í tengslum við stefnu Evrópusambandsins. Fjalla fyrst og fremst um eftirlit í matvæla-
iðnaði.
140