Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 146
Kristján Valur Ingólfsson
a vegna hins vísindalega þarfnast allar greinar guðfræðinnar vísindalegrar
aðferðafræði sem ekki stendur að baki hliðstæðum vísindagreinum eins og
sagnfræði, málvísindum og fleiri greinum.
b vegna einingar og innra samhengis greinarinnar verður hin vísindalega
vinna guðfræðigreinanna að vera unnin með þeim hætti og í þeim tilgangi
að ekki sé hægt að vísa þeim á annan stað en í sérstakri guðfræðideild.17
Ég er ekki frá því að hér fari saman þessi sjónarmið og þau sem koma
fram í grein Háskólarektors Páls Skúlasonar sem fyrr var vitnað til.
Rudolf Bohren, virðulegur öldungur í Heidelberg, hefur skrifað: „Praktísk
guðfræði er vísindin um samansöfnun og sendingu kirkjunnar. Þess vegna er
viðfangsefni hennar virkni anda og orðs á kirkjuna og gegnum kirkjuna. And-
inn og orðið safna kirkjunni saman til þess að senda hana inn í heiminn. Þess-
vegna er praktísk guðfræði vísindin um hlutdeild kirkjunnar að sendingu
Guðs, að missio dei“.18
Það er hægt að einfalda hluti alveg óleyfilega mikið. Ein leið til þess væri
að benda á að kirkjan að starfi fetar krákustigu mannlegs lífs og reynir að leysa
aðsteðjandi verkefni eitt af öðru í samræmi við það erindi sem henni er falið
að bera vitni um. Praktísk guðfræði fetar sama stig, en hún er líka kölluð til
þess að taka sér far með kláfferjunni og horfa úr dálitilli fjarlægð á kirkjuna
að starfi, og senda henni leiðbeiningar, af þeirri einföldu ástæðu að hún sér
lengra í senn og af því að hún sér stærra samhengi.
En þetta getur auðvitað líka snúið alveg öfugt.
Svo eru náttúrulega dæmi um farþega í kláfferjum sem kjósa að líta aldrei
niður. Þeim er nefnilega svimagjarnt.
17 Möller, Christian, Examensreader fur Praktische Theologie, 12. Auflage Heidelberg 1997.
18 Bohren, Rudolf: Einfuhrung in das Studium der evangelische Theologie, Munchen 1964,
10. Lausleg þýðing K.V.I.
144