Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 148
Pétur Pétursson
II
Við beitum alltaf aðferðafræði í einhverjum tilgangi. Aðferðafræðin er ekki
stunduð aðeins út af fyrir sig nema þá af vísindaheimspekingum. Aðferðafræði
félagsvísinda nálgast viðfangsefni sitt á kerfisbundinn og markvissan hátt. Til-
gangur hennar er að kanna, útskýra og skilja mannlegt samfélag, gerð þess,
samskipti og gildismat hvort sem það er út frá sjónarhorni einstaklingsins,
hópsins eða samfélagsins í heild. Félagsfræðin greinir einingar samfélagsins,
tengsl þeirra, gagnkvæm áhrif og virkni, gerð samfélagsins og félagslegar for-
sendur tákna, hugmynda og hugsjóna.
f>egar ég ræði hér um félagsvísindi þá getum við sagt að ég fjalli ekki að-
eins um félagsfræðina (sociologi) sem sérstaka fræðigrein innan hinna al-
mennu félagsvísinda (social sciences), heldur um þær greinar sem rúmast t.d.
innan félagsvísindadeildar Háskóla Islands, sem eru auk félagsfræðinnar,
stjórnmálafræði, sálfræði, félagsleg mannfræði, uppeldis- og kennslufræði,
þjóðfræði og fleiri greinar.
Aðferðir félagsfræðinnar eru bæði eigindlegar (kvalitatívar) og megind-
legar (kvantitatívar). Félagsfræðilegar kenningar hafa gegnt lykilhlutverki í
þróun félagsvísinda almennt. Úr þeim brunni hafa almenn félagsvísindi aus-
ið sér til framdráttar á 20. öldinni og haslað sér völl í samfélagi fræðanna.
Hér á landi er staða sagnfræðinnar mjög sterk bæði innan fræðasamfé-
lagsins og meðal almennings. Þetta má rekja til menningarlegra og stjómmála-
legra forsendna sem á vissan hátt hafa gert fræðimenn blinda á þátt trúar og
trúarstofnana í samfélagi og menningu.1 Segja má að sagnfræðin hafi gleypt
margt af því besta úr félagsfræðinni og notað sér það til framdráttar. Kenn-
ingar og aðferðir félagsfræðinnar hafa blásið nýju lífi í sagnfræðirannsóknir
og opnað augu sagnfræðinga fyrir nýjum og verðugum viðfangsefnum og er
gott eitt um það að segja.
Svipað má segja um áhrif félagsfræðinnar á aðrar fræðigreinar eins og
þjóðhagfræði, sálfræði, siðfræði, bókmenntafræði og guðfræði.
Heimspekin hefur öldum saman séð guðfræðinni fyrir aðferðafræði en
undanfarna áratugi hefur félagsfræðin komið þar æ meira við sögu. Það sem
félagsfræðin gefur af sér í þessu sambandi og engan veginn er einkaframlag
hennar eru nákvæmar skilgreiningar grunnhugtaka, framsetning ákveðinna til-
gátna, kerfisbundin heimildaöflun og túlkunarðferðir þar sem m.a. er miðað
að því að setja fram kenningar um orsök og afleiðingu. En félagsfræðin geng-
ur einnig út frá módeli, eða módelum af mannlegum samskiptum og samfé-
1 Virðingarverð viðieitni til að leiðrétta þá skekkju er Kristni á íslandi í þúsund ár, sem
út kom á vegum Alþingis árið 2000 (ritstj. Hjalti Hugason).
146