Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 149
GuÖfrœðin og aðferðir félagsfrœðinnar
lagi manna, módelum sem eru kerfi og byggð eru á áðurnefndum skilgrein-
ingum og það sem er mikilvægast er að þessi módel eru tiltölulega óháð þeim
frumspeki-, trúfræði- og guðfræðikerfum sem þeim er ætlað að útlista. Þess
vegna geta guðfræðingar skoðað á skipulegri hátt en áður tengsl trúar, trúar-
hugmynda og heimsmynd trúarbragða og það umhverfi og þær aðstæður sem
þær eru sprottnar úr og tengt á markvissan hátt þá texta sem trúarbrögðin
byggja kenningar sínar á því samhengi sem gefa þeim merkingu og þýðingu.
Guðfræðingar geta, með því að styðjast við félagsvísindin, rannsakað, borið
saman og dregið ályktanir á traustari grundvelli en áður; fundið almennar regl-
ur og viðmiðanir og fengið þannig tæki upp í hendurnar til að skilja og út-
skýra betur en áður þau viðfangsefni og spurningar sem spretta fram við fræði-
iðkanir þeirra.
Markviss og gagnkvæm tengsl guðfræði og félagsvísinda hafa undanfarna
áratugi átt þátt í að móta guðfræðistefnur sem hafa haft áhrif á þróun trúar-
bragða og skipulegra helgiathafna, boðun og breytni. Opin og fordómalaus
aðkoma að viðfangsefnum mannvísinda hefur varpað nýju ljósi á lifandi og
virk tengsl milli trúarhugmynda, helgisiða og trúarreynslu annars vegar og
skipan og gerðar samfélagsins og skiptingu þess í hlutverk og hópa og sam-
eiginlegan táknheim þess.
Það hlýtur því að vera mikilvægt ef guðfræðin á að vera fullgildur aðili í
samfélagi fræðanna og að hún tileinki sér þá aðferðafræði sem hefur leitt til
þekkingar og skilnings á þróun menningar og samfélags og margbreytileika
mannlegs lífs í sögu og samtíð.
III
Skapandi guðfræði fer ekki eingöngu fram við skrifborð háskólakennara.
Komið hafa fram stefnur eins og kontextúell guðfræði - eða guðfræði staða
og stunda, pólitísk guðfræði, kvennaguðfræði og guðfræði undirokaðra minni-
hlutahópa. Trúverðugleiki þessara guðfræðikenninga byggist á markvissri
beitingu félagsvísindalegrar aðferðafræði, sérstaklega félagsfræði þekkingar,
sem fjallar um tileinkun og innrætingu trúarlegs veruleika, tjáningu hans og
skynjun mannsins á hinum innri veruleika við ólíkar aðstæður. Tímamótaverk
á þessu sviði félagsfræðilegrar aðferðfræði voru bækur þeirra Peters Bergers,
Thomasar Luckmanns og Mary Douglas sem segja má að hafi kynnt sér ftar-
lega grunnhugmyndir frumkvöðla félagsfræðinnar Karls Marx, Emiles Durk-
heims og Max Webers, endurmetið þær og sett í nýtt samhengi framfara mann-
nvísinda á fyrri helmingi 20. aldar.2
2 Peter Berger og Thomas Luckmann 1972: Social Construction ofReality. Penguin Books.
Peter Berger 1969: The Sacret Canopy. Garden City. Thomas Luckmann 1967: The In-
147