Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Síða 152
Pétur Pétursson
Félagsfræði þekkingar gefur sér það sem frumforsendu að hugtök og hug-
myndir öðlist ekki trúverðugleika nema í ákveðnu félagslegu samhengi og til
þess að skilja merkingu og inntak hugmyndanna og kenninganna, hvort sem
þær eru trúarlegs eðlis eða ekki, þá þarf að kanna þessar forsendur á kerfis-
bundinn hátt.
Weber sýndi fram á að uppruni kapítalismans felst í viðhorfi til verald-
legra gæða, framleiðslu og neyslu sem í sjálfu sér er óskynsamleg og verður
ekki skilin nema tillit sé tekið til siðferðisgilda sem fólgin eru í fyrirhugun-
arkenningu kalvinismans og siðfræði þeirri sem af henni er sprottin, þ.e.a.s.
að safna auði og veraldlegum gæðum án þess að njóta þeirra til að bæta vellíð-
an sína og sinna. Þessi kenning er umdeild en það mikið er í hana spunnið að
enn í dag er hún talin þess virði að grandskoða, gagnrýna og útfæra.7
Ég tel að það sé sannleikskjarni í kenningu Webers um uppruna kapítal-
ismans, hann verður til á 17. öld í hinum vestræna heimi og leggur upp frá
því hægt en bítandi undir sig allan heiminn og fleiri og fleiri svið mannlífs-
ins. Hugsum okkur t.d. hvaða áhrif markaðshugsun kapítalismans hefur haft
á hátíðahald og merkisdaga fólks - t.d. jólin. Heilagur Nikulás, grandvar bisk-
up í Smyrna í Litlu-Asíu á fjórðu öld, hefur ummyndast í boðbera fyrir kaup-
menn sem pranga inn á fjárhagslega aðþrengdar fjölskyldur við norðurheim-
skautsbaug margs konar glingri, sem í raun og veru hefur ekkert notagildi og
þaðan af síður menningargildi.8 Markaðurinn vinsar úr góssinu það sem hon-
um hentar og magnar það og flytur milli þjóða og heimsálfa án þess að taka
tillit til ríkjandi menningar, þarfa og samskipta, nákvæmlega eins og fyrstu
kapítalistarnir gerðu. Hin stranga siðferðilega vissa kalvínistanna og púritan-
anna byggðist á trúarlegum forsendum, sem sé vísbendingu Guðs sem ekki
var hægt að blíðka né breyta með messum, sakramentum og jafnvel ekki bæn-
um. Efnahagslegur hagnaður var merki um velþóknun Drottins og leið hins
trúaða í sæluvist annars lífs. Nú á tímum og tiltölulega semma á ferli
kapítalísks hagkerfis kom það í ljós að það var sjálfbært kerfi og þurfti ekki
þá trúarlega kveikju sem siðfræði kalvínista lagði því til.9
Kapítalisminn er því löngu afhelgað hagkerfi. í þessu er athyglisverð þver-
sögn, þversögn sem gefur okkur vísbendingu um það flókna ferli gagnkvæmra
7 Sjá t.d. S. N. Eisenstadt 1967:„The Protestant Ethic Thesis in analytical and comparati-
ve context." Diogenes. No. 59. S. 25-46. Steven Seidman 1983: Liberalism and the
Origins of European Social Theory. Berkeley University of California Press. Ken
Morrison 1997: Marx, Durkheim, Weber. Formation of Modern Social Thought. London
Sage Publication.
8 Þetta hefur félagsfræðingurinn og heimspekingurinn Jtirgen Habermas fjallað ítarlega um
í ritum sínum.
9 Max Weber 1971
150