Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 155
Guðfrœðin og aðferðir félagsfrœðinnar
brögðin væru vesæll vamarháttur, þráhyggja einstaklingsins og mannlegs sam-
félags gagnvart ógnum náttúrunnar og grimmu manneðli, hafa gefið okkur
aukinn skilning á muninum á sjúku og heilbrigðu trúarlífi. Hann hefur því lagt
trúarlífssálfræðinni lið og þar með óbeint sálgæslufræðunum.12
Carl Gustaf Jung gerði ráð fyrir því að grunnur mannlegs eðlis væri trú-
arlegur og hann gæti ekki orðið heilbrigður nema sjálfsmynd hans kæmist í
eðlilegt samband við hina trúarlegu vídd með aðstoð sammannlegra frum-
mynda í undirmeðvitundinni sem á sér rætur aftur í grárri forneskju mann-
verunnar. A svipaðri skoðun var sálfræðingurinn Gordon Allport þótt hann
styddist við annars konar aðferðir.13 Sálarfræðin og geðlæknisfræðin hafa fært
guðfræðingum ómetanlega þekkingu sem nýtist í sálgæslu. Þjónusta sú sem
þeir veita fólki í erfiðum aðstæðum þar sem sjúkdómur og þjáning steðjar að
er mikils metin innan heilbrigðiskerfisins. Trúin er þar uppspretta vonar, jafn-
vel í vonlausum aðstæðum ef mælt er á kvarða tækninnar og tímalegrar vel-
gengni. Trúin getur verið uppspretta vonar í vonlausum aðstæðum. Þar virð-
ist trúin oft vera það eina sem dugar lífinu til bjargar.
Það sem ég hef minnst á hér gerir það að verkum að allar kenningar um
afhelgun og sekúlariseringu ber að taka með varúð. Þessar kenningar eru sum-
ar einfaldanir og sumar beinlínis rangar. Oft er ruglað saman afhelgun og fé-
lagslegum breytingum. Trúarhugtakið er oft illa skilgreint í hugsun um
afhelgun. Hinn trúarlegi veruleiki er flókinn, ekki síst þegar reynt er að höndla
hann með aðferðum félagsvísindanna.
VI
Ætli guðfræðingurinn að nota sér aðferðafræði félagsvísindanna verður hann
að vera í stakk búinn til þess að bera saman ólíkar trúarhugmyndir, atferli og
kenningar og taka gildar þær skýringar, sem byggjast á nákvæmum skilgrein-
ingum, heimildaöflun, greiningu og túlkun. Þetta getur verið trúuðum manni
raun, en þetta getur einnig skírt og þroskað trúna. Samanburður er nauðsyn-
legur og frá honum verður ekki vikist í samfélagi fræðanna.14
Guðfræðin eflir þekkingu á sögunni og trúararfinum og skapar skilning á
stöðu og hlutverki trúar í samfélagi nútímans sem er mun flóknara, margbrotn-
ara og sundurleitara en fyrir svo sem öld síðan. Guðfræðin aflar ekki þekk-
12 David Wulff 1997: Psychology ofReligion. John Wiley & Sons. New York. S. 319. Gör-
an Becell 1975: Manniskans hetrielse. Psykoanalys och kristen tro. Lund. Hákon Ohlson.
S. 134.
13 David Wulff 1997: Psychology of Religion. John Wiley & Sons. New York.
14 Bryan Wilson 1982: Religion in Sociological Perspective. Oxford University Press. S. 18-
22.
153