Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 158
Einar Sigurbjörnsson
öldum. Til viðbótar er hægt að finna í henni tilbrigði við þau stef og á þeim
tíma þegar kvæðið var ort var einmitt tekið að leika þau tilbrigði. Þau tilbrigði
snerta Maríu Guðs móður og hennar sérstaka hlutverk í hjálpræðisverkinu. Á
13.-14. öld varð Maríudýrkun mjög áberandi í trúarlífi fólks og leitaði líka
inn í guðfræði ákveðinna skóla, einkum fransiskana. Sumt í Maríudýrkun síð-
miðalda var ákaflega öfgakennt. Margir kenndu beinlínis að María væri hin
milda móðir og talsmaður manna frammi fyrir dómstóli Krists.4 5
Maríudýrkunin í Lilju eða Maríumynd Lilju er hógvær í samanburði við
ýmislegt sem þekkt er úr samtíma hennar. Skáldið setur ekki fram almenna
kenningu um endurleysandi hlutverk Maríu á dómsdegi eins og fram kemur
t.d. í Ljómum Jóns Arasonar þar sem það er beinlínis kennt að María muni
með bæn sinni endurleysa alla.’1 Tónninn í Lilju er persónulegur og einlæg-
ur. Höfundur biður Guð minnast Marfu og minnast sín vegna Maríu. Þegar
hann snýr ákalli sínu til hennar, aðgreinir hann hana ekki frá syni sínum, held-
ur sér hana standa við hlið hans frammi fyrir dómstóli föðurins. Maríumynd
Lilju er þess vegna líka að mestu leyti kaþólsk í merkingunni almenn.
Eftir kirkjuklofninginn í Evrópu á 16. öld, missti María þann sess meðal
evangelísk-lútherskra manna sem hún hafði gegnt í trúarlífi fólks á miðöld-
um. Siðbótarmenn mótmæltu þeirri túlkun sumra kennimanna að María væri
sérstakur talsmaður manna frammi fyrir Guð og andæfðu líka því að fólk
ákallaði Maríu.6 7 Siðbótarmenn álitu að áherslan á Maríu sem talsmann og
sömuleiðis Maríuákallið skyggði á boðskapinn um kærleika Guðs sem er
reiðubúinn að heyra bænir barna sinna. En siðbótarmenn héldu þeim kenni-
setningum sem kirkjan hafði þá sett um Maríu mey og álitu að þær væru í
samræmi við boðskap Ritningarinnar. Þær kenningar voru tvær. Önnur var
staðfest á kirkjuþingi sem haldið var í Efesus árið 431 og segir að María hafi
ekki aðeins fætt manninn Jesú heldur líka Krist Guð og sé hún því réttnefnd
Guðs móðir (gr. þeotokos', lat. Deipara eða mater Dei)? Hin kenningin er sú
að María hafi verið meyja fyrir, í og eftir fæðingu Krists (semper virgo; virgo
ante, in et post partum) og kom fram í ályktun kirkjuþings sem haldið var í
Konstantínópei árið 553.8 Þessar kenningar um Maríu koma fram í ritum
4 Sjá H. Graef: Mary. A History of Doctrine and Devotion I. London 1985, eink. s. 265-
322; W. Beinert & H. Petri Hrsgb.: Handbuch der Marienkunde. Regensburg 1984, s. 142-
191; Einar Sigurbjörnsson: ,,„Má hún vel kallast makleg þess.“ Um Maríu Guös móður.“
Tímarit Háskóla íslands nr. 5, 1. tölublað 5. árgangur 1990 s. 105-115.
5 Sjá Jón Arason’s religiöse digte. Kobenhavn 1918 s. 37-48.
6 Sjá t.d. Ágsborgarjátningu 21. gr. í Einar Sigurbjömsson: Kirkjan játar 1991, s. 222.
7 Sjá Einar Sigurbjörnsson: Kirkjan játar s. 69-71.
8 Einar Sigurbjörnsson: Kirkjan játar s. 80.
156