Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 160
Einar Sigurbjörnsson
mælenda leiddi hins vegar smám saman til orðfæðar og loks þagnar um
Maríu.
II
Eysteinn Ásgrímsson tileinkar kvæði sitt Kristi og Maríu í 96. erindi og sjálft
heiti kvæðisins, Lilja, sem skáldið setur í 98. versi, vísar til þeirrar tileink-
unar. Lilja var ásamt fleiri blómum tákn Maríu. En jafnframt því að vera Mar-
íutákn var liljan tákn um Krist og jafnvel heilaga þrenningu.18 Þar með fel-
ur heiti kvæðisins í sér skírskotun til bæði Maríu og Guðs. Liljan er einkenni
Maríu, af því að hún er einkenni Guðs á sama hátt og María er mikil og veg-
samleg af því að hún er „móðir Guðs á jörð“ eins og annað íslenskt skáld,
Davíð Stefánsson, orðaði það löngu síðar. Allt sem María er og stendur fyr-
ir, er hún ekki vegna sjálfrar sín heldur vegna þess hlutverks sem hún var köll-
uð til: Að bera Guð í heim, að veita Guðs syni hold af sínu holdi. Sú er veg-
semd hennar. Fyrir það leyfist að vegsama hana.
Lilja telur 100 erindi. Fyrsta erindið sem jafnframt er hið síðasta er lof-
gjörð þar sem höfundurinn lýtur almáttugum Guði, sem er „Guð allra stétta
og yfirbjóðandi engla og þjóða.“ Almáttugur Guð er heilög þrenning eða „ein-
ing sönn í þrennum greinum“ og er gott að hafa það hugfast við lestur kvæð-
isins.
Skipting kvæðisins er sú að erindi 1-5 eru inngangur, erindi 6-23 fjalla
um sköpun og syndafall, erindi 24-69 segja sögu Jesú Krists frá boðun Mar-
íu til hvítasunnu eða sendingar heilags anda. Þau erindi má kalla hámark
kvæðisins og fjalla um endurreisn og frelsun fallins heims. Þá hefst lokahluti
kvæðisins og er hann tvískiptur, fyrst 70.-81. erindi þar sem horft til efsta
dags, þegar Drottinn kemur að nýju „að gjalda seggjum verð fyrir sínar gjörð-
ir“ (70. vers). Útkoma dómsins verður tvöföld, ýmist glötun eða frelsun
(72.-75. erindi) og skáldið óttast afdrif sín (76.-81. erindi). Andspænis þeirri
ógn snýr Eysteinn íhugun sinni og bæn til Maríu og Krists (82.-94. erindi).
í niðurlagi kvæðisins, 95.-99. erindi, felur skáldið sig Kristi og móður hans.
Lokaerindið hið sama og hið fyrsta og þannig er kvæðið rammað inn í þrenn-
ingarlofgjörð.
Viðlögum er skotið inn í annan og þriðja hluta kvæðisins. Þau hafa að
geyma lofgjörð til Krists. Fyrra viðlagið tilheyrir þeim hluta annars hluta þar
sem fjallað er um holdgun sonarins:
18 F. Dahlby: De heliga tecknens hemlighet. Symboler och attribut. Stockholm 1963, s. 12
og 70.
158