Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 161
Lilja
Sé þér dýrð með sannri prýði,
sunginn heiður af öllum tungum,
eilíflega með sigri og sælu,
sæmd og vald þitt minnki aldrei.
Síðara viðlagið tilheyrir þeim hluta kvæðisins sem fjallar um krossfestingu
Krists og síðan þriðja hluta kvæðisins um dóminn:
Ævinlega með luktum lófum,
lof ræðandi á kné sín bæði,
skepnan öll er skyld að falla,
skapari minn, fyr ásján þinni.
Fyrra viðlagið er einskær lofgjörð þar sem skáldið lýtur þeim mesta leyndar-
dómi sem um getur í sögu mannkynsins og er fæðing sonar Guðs í holdi
manns. Síðara viðlagið er lofgjörð sem er bundin iðrun og játningu. Skáldið
veit sig óverðugt velgjörða Krists og beygir sig fyrir hátign hans í skyldugri
lotningu og auðmýkt. Á undan síðara viðlaginu fer ætíð bæn um sanna iðrun
og sanna ávexti iðrunarinnar. Kristin lofgjörð er líka ævinlega samblandin iðr-
un. Kristnir menn vilja lofa Guð fyrir velgjörðir hans en vita sig jafnframt
óverðuga þeirra velgjörða. Þessi tvennd, lofgjörð og iðrun, kemur fram í lat-
neska orðinu confessio, sem getur þýtt hvort tveggja syndajátningu og lof-
gjörð. Heiti hins fræga verks Ágústínusar Játningar (Confessiones) felur ein-
mitt í sér báðar þessar merkingar.19
Lilja er þannig lofgjörð bundin iðrun. Þar með er engu líkara en kvæðið
sé heitkvæði. Það yfirbragð er líka öllu skýrara í síðasta hluta kvæðisins, þar
sem yfirbót og bæn fyrir eigin sálarheill er áberandi. Vissulega kann það að
benda til að skáldið telji sig hafa eitthvað það unnið svo ámælisvert að það
álíti sig þurfa að vinna slíkt verk í yfirbótarskyni. Það þarf þó engan veginn
svo að vera. Um þessar mundir var dómshugsun mjög ríkjandi meðal krist-
inna manna. Heimsslitahugmyndir voru algengar og þ.a.l. ótti við hinn hinsta
dóm. Ýmislegt var líka að gerast í heiminum sem vakti fólk til umhugsunar
um hverfulleik heimsins svo sem farsóttir og styrjaldir. Slíkar vísbendingar
setti biblíufrótt fólk sjálfkrafa í samband við ákveðna ritningarstaði þar sem
rætt er um teikn hinna síðustu tíma (sjá t.d. Matteusarguðspjall 24.1-31) og
túlkaði tákn sinna tíma í ljósi þeirra.
19 Sjá G. Wills: Saint Augustine. London 1999, s. XIII-XVII.
159