Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Síða 162
Einar Sigurbjörnsson
III
Inngangur kvæðisins, 1.-5. erindi, hefur að geyma lofgjörð til heilagrar
þrenningar og bæn fyrir verkinu þar sem skáldið ávarpar einnig Maríu. Fyrsta
erindið, sem reyndar er einnig hið síðasta, er ákall og lofgjörð til Guðs, sem
er heilög þrenning:
Almáttugur Guð, allra stétta,
yfirbjóðandi engla og þjóða,
ei þurfandi stað né stundir,
stað haldandi í kyrrleiks valdi,
senn verandi úti og inni,
uppi og niðri og þar í miðju,
lof sé þér um aldur og ævi,
eining sönn í þrennum greinum.
í öðru erindi biður hann Guð einan og þrennan að hjálpa sér til að vinna verk-
ið honum til dýrðar. Til þess verður Guð að veita hjálp, því að ekkert gott
vinnst nema það komi frá Drottni. Það er heilög þrenning sem skáldið ávarp-
ar og í því sambandi er skrýtið að sjá í síðustu línunni að það ávarpar Guð í
fleirtölu eða sem þrjár persónur:20
Æski eg þín hin mikla miskunn
mér veitist ef eg eftir leita
klökkvum hug, því innist ekki
annað gott nema af þér, Drottinn.
Hreinsa brjóst og leið með listum
lofleg orð í stuðlaskorðum,
stefleg gjörð að vísan verði
vunnin yður af þessum munni.
í þriðja erindi ávarpar skáldið Maríu, Guðs móður, og biður hana sjá svo um
að tungutak þess megi verða Guði þóknanlegt. Sennilega hefur skáldinu þá
verið hugsað til Lofsöngs Maríu, Magnificat (Lúkasarguðspjall 1.46-55), sem
var hluti daglegrar bænagjörðar, aftansöngs, í klaustrum og kirkjum:
Beiði eg þig, mær og móðir,
mínum að fyrir umsjá þína
renni mál af raddartólum
réttferðugt í vísum sléttum.
20 Skáldið þérar ekki Guð hér; í 79. og 80. versi virðist það þó þéra Guðs vegna rímsins!
Sjá síðar.
160