Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Síða 163
Lilja
Skýr og sæt af vörum vorum
vorðin svo að mættu orðin
laugast öll í glóanda gulli,
Guði væri eg þau skyldur að færa.
í 4. erindi vísar skáldið til fyrri tíma skálda sem sungu jarðneskum konung-
um lof í ljóðum. Þeir konungar voru aðeins tímanlegir og gátu aðeins veitt
tímanleg laun. En Kristur getur veitt hirðskáldum sínum vist í eilífu samneyti
og eilífum fagnaði og því er miklu fremur ástæða til að lofsyngja honum en
þeim:
Fyrri menn er fræðin kunnu,
forn og klók af heiðnum bókum,
slungin, mjúkt af sínum kóngum
sungu lof með danskri tungu.
í þvílíku móðurmáli
meir skyldumst eg en nokkur þeirra
hrærðan dikt með ástarorðum
allsvaldandi kóngi að gjalda.
í 5. erindi er efni ljóðsins dregið saman í stuttu máli. Það á að greina frá stór-
merkjum Drottins verka frá sköpun til hins efsta dags:
Sköpun, fæðing, skírn og prýði,
skynsemd full, er betri er gulli,
dreyrinn Krists af síðusári,
syndalíkn og daglegt yndi,
háleit von á himnasælu,
hryggðin jarðar neðstu byggða
bjóða mér í frásögur færa
fögur stórmerki Drottins verka.
IV
Að loknum inngangi hefst fyrsti hluti kvæðisins, um sköpunina (6.-23. erindi).
í 6. versi greinir frá upphafinu, sköpun himins og jarðar, stétta engla og tím-
ans:
Herra Guð, sá hverjum er dýrri,
himin og jörð í fyrstu gjörði,
prýddi hann með þrisvar þrennum -
það er rétt trú mín - engla stéttum.
Áður var hann þó, jafnt og síðan,
ærinn sér en skepnan væri.
Gjörði hann heima og tengdi tíma
tvo jafnaldra í sínu valdi.
161