Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 166
Einar Sigurbjörnsson
Heimur er dauður, en hvað er til ráða?
Hvar getur þann, er sér megi bjarga?
Hvergi, því að í syndasaurgun
sannlega hver að þyngir annan.
Eitt er til, það er eg skal votta
- á ég grátandi frammi að standa -
attú sjálfur hinn dýri Drottinn
dugir nú ferð, svo lífguð verði. (21. erindi)
Veitt er líf það er varð og mátti, -
veitt er líf, það er Adam neitti.
Sú miskunn á settum tíma
sendist fram af guðdóms hendi,
ljós í heim að lifandi kæmi -
lifandi víst - það er kvaldar andir
tæki á braut úr djöfladíki.
Dýrð englanna slíku stýrði. (22. erindi)
Um þetta bil stefnir kvæðið mót hámarki sínu og því ávarpar skáldið tungu
sína og hvetur hana til að yrkja um stórmerki Guðs því að án þeirra væri hún
bundin bandi hins neðsta fjanda:
Tendrast öll að tala með snilli,
tunga mín, af herra þínum
Um stórmerkin átt þú að yrkja
yfirspennanda heima þrennra.
Bjúg og sár í bandi værir,
bandi rétt hins neðsta fjanda,
nema hjálpræði Guðs hið góða
gefið á jörð mig leystan hefði. (23. erindi)
Þau stórmerki eru að faðirinn sendir engil að segja Maríu mey að einkason-
ur hans vill fæðast af henni:
Nær og firr með skyggnleik skýrum
skipandi allt með syni og anda
föðurpersóna engli einum
erindi býður, en þessi hlýðir:
„Fljúg og seg það Máríu meyju
mætri, þeirri er ég skal gæta,
minn einkason holdi hennar
hlýðinnnar vill björtu skrýðast." (24. erindi)
Næsta erindi lýsir Maríu og göfgi hennar:
164