Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 167
Lilja
Móðir oss er Máría þessi,
mektarblóm og full af sóma,
glæsileg sem roðnust rósa
runnin upp við lifandi brunna,
rót ilmandi lítillætis,
logandi öll með skírleiksanda,
Guði unnandi og góðum mönnum,
Guði líkjandi í dygðum slíkum. (25. vers)
Þessi lýsing leiðir til háleitrar lofgjörðar til Guðs í 26. versi, þar sem fyrra
viðlagið kemur fyrst fyrir:
Engin sé eg að jarðleg tunga,
inn háleiti stjörnureitar
Drottinn, þér sem verðugt væri
vandað fái nú stef til handa.
Sé þér dýrð með sannri prýði
sunginn heiður af öllum tungum
eilíflega með sigri og sœlit.
Sœmd og vald þitt minnkist aldrei.
í 27.-30. versi er lýst boðun Maríu samkvæmt Lúkasarguðspjalli 1.26-38 og
lýkur þeim hluta með lýsingu á holdguninni og lofgjörðarversi með viðlagi.
Skáldið er þarna að greina frá mesta undri heimssögunnar sem það skortir orð
til að tjá nema með einskærri lofgjörð:
Loftin öll af ljósi fyllast,
legir og grund þau stóðu og undrast,
kúguð sjálf svo nærri nógu
náttúran sér ekki mátti.
Giftist öndin guðdómskrafti
góð og huldist Máríu blóði.
Glaðrar dvelst í ungfrúr iðrum
ein persóna þrennrar greinar.
Hjörtun játi, falli og fljóti
fagnaðarlaug af hvers manns augum,
æ þakkandi miskunn mikla,
minn Drottinn, í holdgan þinni.
Sé þér dýrð með sannri prýði
sunginn heiður af öllum tungum
eilíflega með sigri og sœlu.
Sœmd og vald þitt minnkist aldrei. (31.-32. erindi)
165