Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 168
Einar Sigurbjörnsson
í 33. og 34. erindi er greint frá fæðingu Guðs sonar. Þar er ítrekað, að Mar-
ía hafi verið meyja eftir að hún fæddi Drottin. Jafnframt er kennt að María
hafi fætt þann sem er í senn Guð og maður að eðli til. Þar með er vísað til
þeirra trúar, að María hafi ætíð verið meyja og móðir Guðs. Síðara undrið er
meira því fyrra sem fyrst og fremst er táknið er leiðir hið síðara í ljós, að Jesús
er Guð og maður í senn:
Fimm mánuðum og fjórum síðar
fæddist sveinn af meyju hreinni,
skyggnast sem þá glerið í gegnum.
Glóir þar sól að glerinu heilu.
Gleðilegt jóðið skein af móður.
Að innsigli höldnu hennar
hreinferðugra meydómsgreina.
Engin heyrðust, engin vurðu
jöfn tíðindi fyrr né síðar,
bæði senn því mey og móður
mann og Guð bauð trúan að sanna.
Loftin sungu komnum kóngi
kunnugt lof þar er hirðar runnu,
himna dýrð var hneigð að jörðu,
hér samtengdust menn og englar.
Kvæðið lýsir í 35.-37. erindi æskusögu Jesú samkvæmt Matteusar- og Lúk-
asarguðspjalli (Mt 1.-2. kap.; Lk 2. kap.) og endar á skírn Jesú. Þessi hluti
endar á lofgjörðarversi:
Finn ég allt að mannvit manna
mæðist, þegar er um skal ræða
máttinn þinn, hinn mikli Drottinn,
meiri er hann en gjörvallt annað.
Sé þér dýrð með sannri prýði
sunginn heiður af öllumtungum
eilíflega með sigri og sælu.
Sæmd og vald þitt minnkist aldrei. (38. erindi)
VI
En þá er það að sá vondi engill kemur aftur inn á sviðið:
Undrast tók hinn forni fjandi
fæddan mann, er skilja var bannað,
og þvílíkt sem andinn segði
166