Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 169
Lilja
orðin slík af tungu forðum:
„Þykir mér sem nýjung nokkur
nálgist heim og ættir beina.
Eitthvað klókt mun Drottinn dikta;
duldur em eg þess, því fer af huldu. (39. erindi)
Hann undrast hvílíkur sá maður er sem englar tigna og náttúrufyrirbæri og er
þar átt við Betlehemsstjörnuna (30. erindi). Móðerni hans er þekkt en ekki
faðerni (41) og hann lýsir þeim vilja sínum að vinna þessum manni mein:
„fýsir mig því fram að æsa/ flein ódygðar honum að meini.“ (42) og þykist
þess fullviss að jafnauðvelt verði að freista þessa manns og Adams forðum
(43). Það leiðir til bænarinnar, sem endar á viðlagi:
Son Máríu, sonurinn dýri,
son mennilegur Guðs og hennar,
kenndu mér að forðast fjandann
fjölkunnugan, en þér að unna.
Sé þér dýrð með sannri prýði . . . (44. erindi)
Kristur hrindir hins vegar árás fjandans. Hann upphugsar þá annað ráð og tekst
að fá einn af lærisveinunum til að svíkja meistara sinn í hendur óvina hans:
Mildan Guð við silfri seldi
sveitum þeim, er júðar heita,
fullum upp af grimmdargalli.
Grenjaði þjóstur í þeirra brjósti. (48. erindi)
Fúsir hlupu og fundu Jesúm,
fundinn hröktu, lömdu og bundu,
bundinn leiddu, heimskir hæddu,
hæddan, rægðan slógu, afklæddu.
Fjandans börnin þröngum þyrni
þessum spenna um blessað enni.
Þessir negla Krist á krossinn,
keyra járn svo stökkur út dreyri. (49. erindi)
Þessi liður þessa hluta kvæðisins endar með ákalli um að menn falli fram fyr-
ir hinum krossfesta í öruggri trú og leiðir ákall það yfir í viðlagið. Næsti lið-
ur hefst með bæn til hins krossfesta og endar hún á síðara viðlaginu, sem þar
kemur fyrst fyrir:
Ættum vér á Jesúm Drottin
efunarlaust með fullu trausti
167