Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 170
Einar Sigurbjörnsson
út af hjartans innstum rótum
allir senn með gráti að kalla:
Sé þér lof með sannri prýði . . . (50. erindi)
Yfirmeistarinn allra lista,
Jesús góður, er lífgar þjóðir,
kenn þú mér að stilla og stýra,
stefleg orð megi tungan efla.
Ævinlega með luktum lófum ... (51. erindi)
í næstum versum er kvöl Krists lýst (52-53) og því næst leggur kvæðið áherslu
á sorg Maríu og þjáningu (54-57). Þar eru dregnar upp andstæðurnar í lífi
Maríu sem tók við miklum fyrirheitum af munni engils og fékk að gleðjast
yfir fæðingu Guðs sonar en þarf nú að bergja af sárum bikar þjáningarinnar
á Golgata:
Rödd engilsins kvennntann kvaddi,
kvadda af engli Drottinn gladdi,
gladdist mær þá er föðurinn fæddi,
fæddan svein hún reifum klæddi,
klæddan með sér löngum leiddi,
leiddur af móður faðminn breiddi,
breiddur á krossinn gumna græddi,
græddi hann oss þá helstríð mæddi. (55. erindi)
Þó grét hún nú, sárra súta,
sverði níst í bringu og herðar.
Sitt einbernið, sjálfur Drottin,
sá hangandi á nöglum strengt.
Armar svíddu af brýndum broddum,
brjóst var mætt. Með þessum hætti
særðist bæði sonur og móðir
sannheilög fyrir græðing manna. (56. erindi)
Ljóðlínan „gladdist mær þá er föðurinn fœddi“ vekur óneitanlega athygli. Á
skáldið við það að María hafi fætt Guð föður og þar með gert sig sekt um
villutrú? Arngrímur lærði hélt það og lagfærði því þetta vers í Vísnabók Guð-
brands.27 Skáldið á þó ekki við að María hafi fætt Guð föður. Hugsun hans
er þrenningarleg. Það er heilög þrenning í heild sem er faðir vor. Það er heilög
þrenning sem er faðir vor, ekki faðirinn einn, heldur og sonurinn og heilag-
27 „... gladdist mær þá frelsarann fæddi,“ Vísnabók Guðbrands, s. 284.
168