Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 171
Lilja
ur andi. Sonur er Kristur aðeins í afstöðu til Guðs föður en ekki í afstöðu til
vor mannanna. Með því að tjá sig með þessum hætti vill skáldið ítreka að
María fæddi Jesú sem Guð en ekki aðeins sem mann. Um leið ítrekar það ein-
staka stöðu Maríu sem ein á að syni þann sem allir aðrir menn eiga að föður
ásamt Guði föður og heilögum anda.28 Með þessari áherslu vill skáldið
hnykkja á mikilfengleik þessa undurs. Að skáldið ruglar ekki saman persón-
unum birtist í 57. versi, þar sem hann biður Jesú sem lifanda Guð að láta sig
njóta miskunnar „með föður og anda“:
Fyrir Máríu faðm hinn dýra,
fyrir Máríu grát hinn sára
lát mig þinnar lausnar njóta,
lifandi Guð, með föður og anda.
í versum 58-66 er lýst dauða Jesú og ávöxtum hans. Hann lýsir í 60. og 61.
versi hversu fjandinn var blekktur og varð að láta af hendi herfang sitt, þá
helgu menn er hann hafði haldið föngnum. 62. erindið tjáir sigurinn með leik-
rænum hætti:
Hvað er tíðinda? Hjálpast lýðir.
Hví nú? Því lét Jesús pínast.
Hvað er tíðinda? Hraktur er fjandinn.
Hver vann sigurinn? Skapari manna.
Hvað er tíðinda? Helgir leiðast.
Hvert? Ágæt í tignarsæti.
Hvað er tíðinda? Himnar bjóðast.
Hverjum? Oss er prísum krossinn.
Skáldið biður þess að mega vera í þeim hópi og skeytir viðlagi við þá bæn
(63. vers). í framhaldinu leggur höfundur áherslu á þá fullkomnu fyrirgefn-
ingu sem leiðir af dauða Jesú og hann les háðslestur yfir djöflinum (64-66.
vers). Upprisu og uppstigningu Krists afgreiðir hann í stuttu máli og einnig
sendingu heilags anda (67. og 68. vers) og endar þann hluta með bæn sem
minnir á bæn ræningjans á krossinum:
28 Jón Arason nefnir Jesú einnig föður vorn í Píslargrát sínum, 30. versi (Vísnabók GuÖ-
brands, s. 290):
Forsvar rétt að faðir vor Drottinn
fengið gat, því sök fannst engin,
höggið eitt sem harðast mátti
hann var sleginn í þessum ranni.
Sama gerist í Heimsósóma, Vísnabók Guðbrands, s. 233.
169