Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 172
Einar Sigurbjörnsson
Máríu son, fyrir miskunn dýra
manns náttúru og líkam sannan
kennst þú við, að mín þú minnist,
minn Drottinn, í ríki þínu.
Þessari bæn fylgir viðlagið „Ævinlega með luktum lófum . . .
VII
Lokahluti kvæðisins hefst með 70. versi. Þar er horft til efsta dags, þegar
Drottinn kemur að nýju til að dæma. Skáldið veit sjálft sig undir þeim dómi
og óttast hann:
Tvo hræðist ég: dóm og dauða.
Deyr sá margur, er enginn bjargar.
mitt eitt veit ég líf hið ljóta
leiða mig í Drottins reiði.
í margfaldri syndasaurgun
svíður brjóst og hefndum kvíðir
fyrir afbrigði flestra dygða.
Fátt er það, er siðina váttar. (76. erindi)
Kristur er minntur á hvað hann hafi gert fyrir mannkyn og skáldið persónu-
lega, sem snýr sér til Krists í bljúgri bæn:
Send hingað mér sjöfalds anda
sanna gift, er leysi úr banni
mína önd, að mætti eg þjóna,
Máríublóm, fyrir yðar sóma. (80. vers)29
29 Þama og ennfremur í 79. versi kemur fleirtalan þér fyrir. í 79. versi ávarpar höfundur
föðurinn sæta og er þar átt við heilaga þrenningu:
Fyrirlátið mér, faðirinn sæti.
Fyrirlátið mér, ég vil gráta ...
I lokahendingunni er hins vegar eintala::
Klökkur og hræddur eg þurfa þykkist
þína vægð í nauðum mínum.
Þarna virðist m.ö.o. bragfræðin vera látin ráða vali fornafna og þar með standa guðfræð-
inni ofar! Sama lögmál ræður í 80. versi, þar sem Jesús er ávarpaður í eintölu þar til kem-
ur að lokahendingunni, þar sem hrynjandin krefst fleirtölu. Stuðlasetningin ræður því líka
að skáldið grípur til fleirtölunnar yðar í 82. versi!
170