Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 173
Lilja
Síðast leitar höfundur til Maríu sjálfrar og beitir henni fyrir sig andspænis
dómstóli Guðs. Hann lítur á hana sem meðalgangara, þá er beri bæn hans fram
fyrir Krist. í 82. versi biður hann miskunnar „fyrir Máríu móður mjúka bæn“
en í 86.-95. versi beinir hann orðum sínum beinlínis til Maríu og velur henni
háleit lýsingarorð. Hún er „himins og jarðar háleit byggðin allra dygða,“
„megindrottningin manna og engla,“ (86. vers), „hreinlífis dygðug dúfa,“
„lækning sótta,“ „gimsteinn brúða og drottning himna“ (89. vers).
í þessum versum birtast áhersluatriði sem voru algeng í guðræknisritum
um þetta leyti og sýna Maríu sem meðalgangara milli Guðs og manna. Samt
sem áður er eins og áður greindi Maríudýrkun Lilju hógvær í samanburði við
margt í samtíma hennar. I sumum guðræknisritum síðmiðalda var Maríumynd-
in dregin enn sterkari dráttum og Kristur fremur skoðaður sem dómari en frels-
ari. Þá mynd sjáum við t.d. í kvæðinu Ljómur sem kennt er við Jón Arason.
Höfundur Lilju missir ekki sjónar á því að Kristur er frelsarinn, sá sem mis-
kunnar sér yfir mannkynið. María er skoðuð í ljósi samfélags heilagra þar sem
hún á tignarstöðu sem móðir Guðs næst syni sínum. Hann sér þau hlið við
hlið Krists og Maríu og biður þau í sameiningu minnast sín frammi fyrir dóm-
stóli Guðs. Saman eiga þau að sýna föðurnum merki þjáninga sinna sem eru
afleiðing elsku hans svo að miskunn veitist fyrir þá kvöl:
Máría, kreist þú mjólk úr brjóstum,
mín drottning, fyrir barni þínu.
Dreyrug föðurnum sýn þú sárin,
sonur Máríu, er naglar skáru.
Eg vænist, að ykkar þjóni
engin kvöl megi drottna lengi
miskunnar þá er mjúkast renna
merkin slík um himnaríki. (87. erindi)
Það gefur skáldinu djörfung gagnvart dóminum að dómarinn lítur á sára kvöl
sonar síns og móður hans.
í 88. versi snýr höfundur máli sínu til hennar í vitund um, að hún beri bæn-
armál kristinna sálna fram fyrir son sinn og biður þess að hann njóti einnig
fyrirbænar hennar:
Frammi statt þú, er fæddir Drottin,
fyrir skínandi barni þínu.
Miskunn bið þú, að mjúka finni
maðurinn hverr, en glæðir þverri.
Ber þá fram af blíðum vörum
bænarmál fyrir kristnum sálum,
Máría, Jesú móðir dýrust,
mundu að eigi skiljist ég undan.
171