Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 174
Einar Sigurbjörnsson
í framhaldinu byggir hann upp lofgjörð til Maríu sem á hámark sitt í 91. er-
indi, þar sem María er nefnd hin miskunnsama móðir, sem græðir og líknar:
Máría, ert þú móðir dýrust,
Máría, lifir þú sæmd í hár(r)i.
Máría, ert þú af miskunn skírust,
Máría, létt þú syndafári,
Máría, lýtin mörg því vóru,
Máría, lít þú klökk á tárin,
Máría, græð þú meinin stóru,
Máría, dreif þú smyrsl í sárin.
Lof hennar er ítrekað í næstu erindum og í 95. erindi biður hann Maríu eiga
dvöl í hjarta sínu og sú dvöl hennar þar getur vakið henni lofsöng. Lofsöng-
ur ber henni, þar eð hún komi næst Drottnn að hreinleika:
Máría, vertu mér í hjarta,
mildin sjálf, því að gjarna vildi eg,
blessuð þér, ef mætti eg meira
margfaldaðan lofsöng gjalda.
Lofleg orð í ljóðagjörðum
listilegri af móður Kristí
öngum tjáir að auka lengra.
Einn er Drottinn Máríu hreinni.
í 96. versi tileinkar hann ljóðið Maríu og Drottni Jesú í ávarpi til Krists:
Hinn krossfesti krafturinn hæsti,
Kristur er fjórir broddar nistu,
þér býð eg og þinni móður
þetta verk, er í einn stað setti eg.
Þá látið mig þessa njóta
þröngskorðaðra náðarorða,
er þið sjáið mig öllu varða,
öndin mín að forðist pínu.
I 99. versi biður hann hvern þann er á hlýðir að segja Maríu vers hennar og
á þar við kveðju engilsins „Ave Maria“ og síðan endar kvæðið á upphafslof-
gjörðinni.
172