Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 176
Einar Sigurbjörnsson
dreyrug föðurnum sýndu sárin,
sonur Máríu, er naglar skáru.
Eg vænu[n]st að aumum þjóni
engin kvöl mun drottna lengi,
miskunnar þá mjúkust renna
merkin slík um himnaríki.
Frammi stattu, enn fæddi Drottinn,
fyrir skínandi Guði mínum,
miskunn bið eg að mjúka finni
maðurinn hvör en glæpi þverri.
Ber þú fram af blíðum vörum
bænamál fyrir kristnum sálum,
Máríu sællrar mögur hinn dýri,
mundu að eg ei skiljist undan.32
Það var mjög algengt um þetta leyti að breyta Maríubænum á þennan hátt í
bænir til Krists. Oft héldu Maríubænirnar heiti sínu. í Grallaranum er t.d. heiti
bænar sem biðja megi við aftansöng Salve Regina, sem er heiti þekktrar Mar-
íubænar. í Grallaranum er hún hins vegar bæn til Krists.33 Siðbótin vildi ít-
reka að Kristur einn er meðalgangari, sá sem stendur við hlið syndarans
frammi fyrir hástóli Guðs.34 Þeirri áherslu vill Arngrímur lærði koma til skila
með lagfæringum sínum á Lilju.
Það má ásaka Arngrím lærða fyrir að hafa breytt hugverki Eysteins Ás-
grímssonar. Um hans daga var hugtakið höfundaréttur hins vegar tæpast til.
Arngrímur hefur litið á Lilju sem fórn sem skáld færði Drottni fyrir sína hönd
og annarra. Þá fórn vildi hann hreinsa af því sem hann áleit óhreinindi svo
að fólk með nýja vitund gæti haldið áfram að færa þá fórn. Hann lagfærði hins
32 Vísnabók Guðbrands, s. 287. í Vísnabók eru erindi Lilju sett upp sem ferhendur, en ekki
átthendur; þessi vers eru því nr. 172-175.
33 Sjá Einar Sigurbjörnsson: Credo. Kristin trúfrœði, Reykjavík 1989/1993, s. 220-221.
34 í Passíusálmum Hallgríms má finna þá áherslu t.d. í fimmta sálmi:
Þá ég fell eður hrasa hér,
hæstur Drottinn vill reiðast mér,
þá segir Jesús: „Eg em hann,
sem endurleysti þann syndarann
með mínu blóði og beiskri pín,
bræði, faðir kær, stilltu þín.“
Eflaust er það afsökun mín. (Passíusálmur 5.6)
174