Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Síða 182
Jón Ma. Asgeirsson
þessu samhengi í verkum höfunda frá fyrstu og annarri öld og þá sérstaklega
eftir Músóníus Rúfus (uppi á 1. öld e. Kr.), Epíktetus (55-135 e. Kr.), og Díó
Chrýsostómus (40-112 e. Kr.) eða höfunda sem allir eru meira undir áhrifum
Stóíkea.6
Til að bæta um betur réðst Malherbe í útgáfu á áðumefndum Bréfum Kýni-
kea sem svo hafa verið nefnd enda þótt „bréf' beri að skilja hér sem bók-
menntaform ólíkt sendibréfaformi nútímans. Malherbe hafnar skilgreiningu
Dudley og fleiri sem haldið hafa fram að þessir textar hafi einkanlega verið
samdir með það fyrir augum að vera æfing í mælskufræði. Þvert á móti þá er
að finna í þessum bréfum vitneksju um ólík heimspekileg viðhorf Kýnikea á
þessum tíma og deilur og átök þeirra í millum.7 Jafnframt vitna þau um notk-
un á frásagnarkornum (chreiai) og útfærslu (ergasía) á þeim sem reyndar
mynda mörg yngri söfn kýníkískra heimspekinga með ævisögulegum inngangi
eins og t.d. er að finna í verki Díógenesar Laertíusar frá þriðju öld.8
Það er ekki að undra að fáum árum eftir útgáfu sína á Bréfum Kýnikea
hafi Malherbe tekist á hendur að fjalla einmitt um skilgreiningu á hvað það
sé að vera Kýnikei í þessum samtímaheimildum frá tímabilinu í kringum
Kristsburð. Malherbe rekur t.d. hvernig Laertíus fjallar um skilgreiningar á
Kýnikeum ýmist út frá hugmyndum um heimspekistefnur eða lífsstíl.9 Mal-
herbe bendir á að enda þótt lífsstíll sé áberandi í fari Kýnikea þá sé fjarri því
að þeir hafi verið á móti röklegri hugsun að hætti hefðbundnari heimspeki-
skóla. Engu að síður telur Malberbe að ekki sé unnt að merkja í heimildum
um Kýnikea frá annarri öld og síðar að þeir hafi hneigst til notkunar á tiltekn-
um heimspekikerfum heldur notað þau eins og tækifæri eða kringumstæður
gáfu tilefni til í eitt skipti eða annað.
Á hinn bóginn telur Malherbe að greinlega megi sjá t.d. í samantekt Lús-
íans (uppi á 2. öld e. Kr.) um Demonax (frá sömu öld) að gerður sé munur á
tvenns konar manngerð heimspekinga á meðal Kýnikea: Annars vegar sé þar
að finna öfgakenndan og róttækan heimspeking af þeirra flokki (eins og
Peregrinus (100-165 e. Kr.)) og hins vegar hógværa manngerð (sjá að neðan)
eða líka nautnafulla (eins og Demonx sjálfan). Og það er einmitt í nokkrum
6 Sjá Malherbe, The Cynic Epistles: A Study Edition (SBLSBS 12; Atlatna, GA: Scholars
Press, 1977), 1.
7 Sjá idem, ibid., 2-3; um gagnrýni á bókmenntastílinn t.d. Dudley, History of Cynicism,
123.
8 Lives of Eminent Philosophers (transl. R. D. Hicks, 2 vols.; LCL 184-185; Cambridge:
Harvard University Press, 1925).
9 „Self-Definition among the Cynics,“ í idem, Paul and the Popular Philosophers (Minn-
eapolis, MN: Fortress, 1989), 11-12.
180