Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 189
Kýnikear og kanónar: Heimspeki í skugga Platóns
einasta bundnar við elsta inntak Ræðuheimildarinnar eða Tómasarguðspjalls
heldur og jafnvel hefðir um upprisu Jesú frá dauðum. Þessi heimild Markús-
arguðspjalls er þannig ekki einasta bundin kænsku og ádeiluboðskap heldur
og inniheldur hefðir sem kanónísk rit gera að útgangspunkti sinnar frásögu
hvert um sig. Þeim útvörðum kristninnar sem ekki þola að sjá samlíkinguna
við Kýnikea í öðrum heimildum að baki guðspjalla Nýja testamentisins hrýs
frekar hugur við þeirri arfleið sem hér má rekja í Markúsarguðspjalli allt í
gegn.
Mack lýsir þróun Kenniheimildarinnar með þeim hætti að hópur fólks sem
upphaflega hafi haldið áfram að sækja sýnagógur Gyðinga hafi síðar verið
knúinn til að yfirgefa bænastað sinn sakir átaka við Farísea. A þeim mótum
örvæntingar eftir að vera úthýst úr bænahúsinu telur Mack að fólk þetta ætti
ekki annarra leiða að leita en byggja nýja brú til stofnanda hreyfingar sinn-
ar, til Jesú, og til þess bakgrunns sem ísrael var í huga og hjarta margra þess-
ara einstaklinga. Fólk þetta mátti þá byggja á eigin verðleikum, tileinkun til
Jesú sjálfs og brothættu tilkalli til síns forna upphafs, ísrael. En engin merki
er hjá þessu fólki að sjá, fullyrðir Mack, um nýjan táknheim, leiðbeiningar
um hegðun eða eftirbreytni. Farísearnir höfðu haft vinninginn og þá um leið
haldið sýnagógunum og ritningunum eins og Mack heldur fram.29
Kennisögurnar í þessari heimild Markúsarguðspjalls eru dæmigerðar fyr-
ir röklega útfærslu sem færir þær nær örstuttum frásögum í þessum búningi.
Mack bendir á að sambærileg bókmenntaform í hinum helleníska heimi á
fyrstu öld e. Kr. snúist um að gagnrýna hugmynd eða halda fram einhverri
hugmynd sem kennd hefði verið við tiltekna persónu. Til stuðnings málstaðn-
um var vitnað til efnis sem þekkt var í menningunni svo sem bókmenntum
eða sagnfræði. Þá var vitnað til heimspekinga sem nutu virðingar fyrir þekk-
ingu sína og innsýn. Loks var bent á hvernig þessi rökleiðsla styrkti hugmynd-
ina sem til umræðu var.30
Kenniheimildin í Markúsarguðspjalli er byggð á sömu forsendum, eins og
Mack útskýrir, en fólkið sem stendur frammi fyrir því að færa frekari rök fyr-
ir einhverju í máli Jesú á sér augljóslega ekki sama menningarlega bakgrunn
og samferðafólk sitt. Það verður til þess að Jesús verður þeirra heimild að öll-
um þessum þáttum sem mynda kjarnann í röklegri útfærslu frásagnarkorns-
ins (chreia): Frásagnarkorn tileinkað Jesú myndar kjarnahugmyndirnar sem
frekar skulu útfærðar, annað korn honum eignað myndar forsendu röklegu út-
færslunnar (hann er sagnabálkur og saga í senn), og Jesús er einasta persón-
29 Myth of Innocence, 196-197.
30 Ibid., 179-186; 198-204.
187