Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 196
Um höfunda
Ministry within the People ofGod. Vígður til Ólafsfjarðarprestakalls 1969 og
gegndi því kalli í eitt ár. Sóknarprestur á Hálsi í Fnjóskadal 1974-75 og Reyni-
völlum í Kjós 1975-78. Stundakennari við guðfræðideild Háskóla íslands
1975-78. Prófessor frá 1978. Meðal ritverka hans má nefna bækurnar Kirkj-
an játar (1980), Credo. Kristin trúfrœði (1989) og Embœttisgjörð. Guðfræði
þjónustunnar í sögu og samtíð (1996). Einar hefur verið forstöðumaður Guð-
fræðistofnunar Háskóla íslands frá 1995..
Gunnlaugur A. Jónsson er fæddur í Reykjavík 28. apríl 1952. Stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1972. Cand. theol. frá Háskóla íslands 1978.
Við blaðamennsku 1978-1981. Framhaldsnám í gamlatestamentisfræðum við
Lundarháskóla 1981-1988. Lauk doktorsprófi (teol. dr.) þaðan 1988. Dokt-
orsritgerð hans ber heitið The Image of God. Genesis 1:26-28 in a Century
of Old Testament Research. Stundakennari við guðfræðideild H.í. 1979-
1981, vormisserið 1984 og frá 1988 til 1995. Forstöðumaður Guðfræðistofn-
unar og skrifstofustjóri guðfræðideildar 1990-1995. Skipaður prófessor í rit-
skýringu og guðfræði Gamla testamentisins 1. ágúst 1995. Ritsmíðar hans og
rannsóknir hafa einkum verið á sviði sögu íslenskra biblíurannsókna, ritskýr-
ingar og áhrifasögu Gamla testamentisins, þ.á.m. áhrifa Gamla testamentis-
ins í kvikmyndum, sbr. bókin Guð á livítja tjaldinu, sem hann ritstýrði
(2001). Gunnlaugur á sæti í þýðingarnefnd Gamla testamentisins. Hann er for-
seti guðfræðideildar Háskóla íslands frá 1. júlí 2001.
Hjalti Hugason er fæddur á Akureyri 4. febrúar 1952. Stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1972. Cand, theol. frá Háskóla íslands 1977. Prestur í
Reykholti í Borgarfirði 1977-78. Hélt síðan til í Uppsala þaðan sem hann lauk
doktorsprófi í kirkjusögu 1983 með ritgerðinni Bessastadaskolan. Ettförsök
til prástskola pá Island 1805-1846. Hjalti kenndi kirkjusögu við guðfræði-
deildina í Uppsölum 1983-84 og starfaði sem prestur í Svíþjóð 1984-86. Var
einnig á þeim árum aðstoðarframkvæmdastjóri Nordiska Ekumeniska Institu-
tet í Sigtuna og Uppsala. Skipaður lektor í kristnum fræðum og trúarbragða-
sögu við Kennaraháskóla íslands 1. ágúst 1986 og dósent 1. nóv. 1989. Hjalti
var aðstoðarrektor Kennaraháskóla íslands 1987-1990 og starfandi rektor
sama skóla 1990-91. Ráðinn lektor í kirkjusögu við guðfræðideild Háskóla
íslands 1. júlí 1992, skipaður dósent 1. júlí 1992 og prófessor frá 1. desem-
ber 1994. Hjalti var ritstjóri verksins Kristni á íslandi sem kom út árið 2000
á vegum Alþingis. Hann var jafnframt aðalhöfundur 1. bindis þess verks. Hann
er formaður kennslumálanefndar Háskóla íslands.
194