Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 24
Pétur Pétursson
og leikaraskapur í guðfræði hvergi hættulegri en einmitt í háskólum. Sigurbjöm
orðar þetta þannig í útvarpsfyrirlestri um guðfræði sem vísindagrein sem hann
flutti árið 1958 í fyrirlestraröð háskólakennara um hinar ólíku fræðigreinar
innan Háskóla íslands :
Öll vísindi eiga rætur í lífinu, bera ábyrgð fyrir lífinu og miða að því að
þjóna lífinu. Guðfræðin stendur rótum í og er fyrst og fremst ábyrg fyrir
þeim veruleik, sem heitir kristin kirkja. Það felur ekki í sér neinn afslátt
af þeirri vísindalegu hugsjón að leita sannleikans eins og leiða
sannleikann í Ijós. En engin hugsun leitar sannleikans út í bláinn, án
viðmiðunar. Hugsunin gengur alltaf út frá einhverjum gefiium staðreynd-
um og þreifar sig áfram eftir þeim miðum, sem eru fólgin í sjáfúm þeim
veruleik, sem hún kannar. Kristin kirkja er veruleiki. Og á bak við kirkj-
una, að baki kristinnar trúar, er persóna, sem segir: „Ég er sannleikurinn.“
Guðfræðin spyr: „Hvað merkir þetta. Hvað leiðir af því?“
Um ritskýringuna segir hann efitirfarandi :
En í allri slíkri vísindalegri meðferð reynir mjög á hæfni fræðimannsins
til innlifunar inn í þann hugarheim, sem verið er að kanna hverju sinni.
Það varðar miklu og raunar mestu, þegar sjálfúm umbúðunum sleppir, að
reynt sé að nálgast þá hugsun, sem bókstafurinn geymir, án fyrirfram
mótaðra skoðana, að reynt sé að komast í lífræn tengsl við þann anda, sem
ber verkið uppi. En það þýðir það, að reynt sé að setja sig í spor höfund-
anna og finna þann lifandi æðaslátt, sem er að baki pennadráttanna og
orðalagsins.
Þessi orð Sigurbjörns eru enn í gildi og við sem leggjum stund á guðfræði
við Háskóla íslands skulum ekki gleyma þeim heldur gera þau að okkar nú
í upphafi 21. aldar. Þannig þjónum við lífinu best, þjóðfélaginu og annarri
fræðaiðkun hér við skólann.
VII
Það er af mörgu að taka þegar íjalla á um guðfræðinginn og guðsmanninn
Sigurbjörn Einarsson í einu erindi og ég veit að allir hér inni skilja að ég hef
aðeins nefnt fátt eitt.
Þegar guðfræðisagan ljallar um menn sem valdið hafa straumhvörfum er
stundum reynt að aðgreina guðfræðinginn frá trúmanninum. Eins og ég hef
leitast við að sýna fram á á þessi aðgreining á afskaplega illa við þegar um
Sigurbjörn er að ræða. Það má jafnvel segja að sérkenni hans sé það hve
þessir tveir eru samvaxnir í honum. Það er ómögulegt að flokka þetta tvennt
22
J