Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 87
Er biblíumál karlamál?
ar þeirra vilja láta kalla sig kennslukonur. I jafnréttisumræðu er þó stundum
nefnt að karlar geti ekki notað starfsheiti kvenna, fóstra kallast nú leik-
skólakennari og hjúkrunarkona kallast nú hjúkrunarfræðingur,3 Starfsheitin
haldast þó óbreytt þegar konur koma inn í karlastéttir, sbr. ráðherra, lœknir.4
Stundum eru orð þó kvenkennd, einkum með því að skeyta við þau for-
liðnum kven- eða þau látin enda á -kona. Þetta á reyndar ekki eingöngu við
um starfsheiti heldur einnig við um ýmis fleiri orð sem notuð eru um lifandi
verur. Dæmi um slík kvenkennd orð:
(4) fyllibytta kv.
lögga kv.
hetja kv.
bóhem kk.
skáld hk.
granni kk.
leikari kk.
kvenfyllibytta
kvenlögga
kvenhetja
kvenbóhem
skáldkona
grannkona
leikkona
Þessi dæmi eru öll raunveruleg og þau fjögur lýrstu eru úr ritmálsskrá
Orðabókar Háskólans. Athyglisvert er að ekki skiptir máli hvert málfræði-
lega kynið er; fyllibytta er t.d. kvenkynsorð en engu að síður hefúr það
fengið viðbótina kven-. Með því að hengja kven- fyrir framan orðin eða bæta
-kona aftan við þau er lögð áhersla á að um konu sé að ræða. Það hefur
greinilega ekki þótt kvenlegt að vera bóhem, jyllibytta, lögga og ekki einu
sinni að vera hetja - og eru þrjú síðastnefndu orðin þó í kvenkyni. Slíkar
viðbætur geta einnig gefið til kynna að það sé óvenjulegt eða jafnvel skringi-
legt að orðið eigi við konu. Fleiri leiðir eru farnar til að kvenkenna orð, t.d.
með því að mynda nýtt hliðstætt orð með kvenkynsbeygingu, sbr. orðin rit-
stýra og skólastýra við hlið orðanna ritstjóri og skólastjóri, stúdina við hlið
orðsins stúdent, og með viðskeytinu -ynja, sbr. orðin greifynja og karlynja5
við hlið orðanna greifi og karl.
Dauðir hlutir hafa aðeins málfræðilegt kyn. Stóll er hvorki karlkyns né
kvenkyns að eðlisfari, heldur ekki ryksuga eða spegill. Hér getur líka verið
3 Hafa verður i huga í þessu samhengi að þessum starfsheitum var breytt um leið og menntunar-
kröfum.
4 Amfriður Guðmundsdóttir 2001:85.
5 Orðið karlynja kemur fyrir í 1M 2.23: Þá sagði maðurinn: „Þetta er loks bein af mínum beinum og
hold af mínu holdi. Hún skal karlynja kallast, af því að hún er af karlmanni tekin." í nýju þýðing-
unni (Bibliurit/Ný þýðing 2) er orðið kvenmaður notað í staðinn fyrir karlynja.
85