Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 119
Biblíuleg stefí kvikmyndum
hyglisvert um þetta efni, meðal annars: „Allar bíómyndir eru vitnisburður
um eða athugasemdir við siðaboðskap, trúarbrögð og lífsskoðanir“6 og enn-
fremur: „I aldanna rás hafa trúarbrögðin þróað aðferðir til að skyggna og
spanna öll helstu birtingarform mannlegrar breytni og afstöðu til þeirra.
Þarna er reynsluinnistæða mannkynsins, handritabankinn mikli.“7 Er hér
ágætlega og trúverðulega að orði komist en svo bregður við að þegar talið
berst að íslensku trúmálabíói þá virðist skilgreiningin mikið þrengri. Þar
segir að á tímabilinu 1962-2001 hafi verið frumsýndar 65 íslenskar bíó-
myndir og að í 18 þeirra eða 28% komi trúarbrögð og/eða helgisiðir fyrir á
alláberandi hátt. í þessari ágætu grein Olafs virðist mér því sem greina megi
þá spennu eða þau ólíku viðhorf sem ég hef skynjað innan klúbbsins í af-
stöðunni til þess hvað beri að telja trúarlegar kvikmyndir.
Ég hafði til gamans tölvupóstsamband við nokkra félaga mína í Deus ex
cinema um hvernig bæri að skilgreina „trúarlegar kvikmyndir.“ Þessa spurn-
ingu höfum við vissulega glímt við áður án þess þó að fyrir liggi endanleg
eða sameiginleg skilgreining hópsins um þetta efni:
Þorkell Á. Óttarsson svaraði þannig: „Trúarlegar myndir eru þær þar sem
finna má hliðstæðu við þau stef eða þær spurningar sem hinar ýmsu greinar
guðfræðinnar hafa fengist við, þ.m.t. trúartexta, trúfræðileg álitamál, trúar-
sögu, trúar-siðfræðileg álitamál (eins og fórstureyðing, stríð, kynþáttafor-
dómar) o.s.frv.“
Þetta finnst mér allgóð og skilmerking útskýring hjá Þorkeli og ég vil
leyfa mér að geta þess í leiðinni að stofnun klúbbsins Deus ex cinema tengd-
ist nýsköpunarsjóðsverkefni sem Þorkell vann undir handleiðslu minni um
Saltarann, trúarstef og stríðsmyndir8. Það verk Þorkels finnst mér vel unnið
og áhugavert verk frá bernskuskeiði rannsókna á þessu fræðasviði hér á
landi.
í stríði eru menn löngum í návist dauðans og sú návist vekur jafnan trú-
arlegar spurningar. Miskunnarleysi hernaðarins vekur sömuleiðis siðferðileg
álitamál og þannig mætti halda áfram að telja. Það þarf því ekki að koma
neinum á óvart að trúarleg stef og biblíulegar vísanir séu fýrirferðamiklar í
stríðsmyndum.
Svo aftur sé vikið að skilgreiningunni á trúarlegum kvikmyndum þá vil
ég vekja athygli á orðlagi Þorkels þar sem hann talar um hliðstæðu frekar en
6 Ólafur H. Torfason 2001, „Handritið skrifaði guðspjallamaðurinn Lúkas.“ Cuð á hvita tjaldinu, s.
15.
7 Ólafur H. Torfason 2001, „Handritið skrifaði guðspjallamaðurinn Lúkas.“ Guð á hvíta tjaldinu,
s. 21.
8 Þorkell Á. Óttarsson 2001, Saltarinn, trúarstef og striðsmyndir, Háskóli íslands.
117