Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 71
Hvers kyns Biblía? - jafnréttisumrœðan og biblíuþýðingin
Jafnréttisnefnd er ljóst að slíkar breytingar sem hér er talað um kalla
hugsanlega á víðtæka endurskoðun á þýðingu Gamla testamentisins. Vill
nefndin í þessu samhengi minna á að málfar mótar og sú stefna sem
þýðingarnefnd tekur í þessum efnum á eftir að hafa mikil áhrif á mótun
málfarsins í helgihaldinu á næstu áratugum.
Eins og kemur fram í þessu bréfi, þá er það sannfæring mín að hér sé um
mikilvægt mál að ræða, sem kalli á viðbrögð og viðeigandi aðgerðir. Hér er
kallað efitir stefnumarkandi afstöðu, sem hingað til hefur ekki verið sett
fram, hvorki af þýðingarnefnd né stjórn Hins íslenska biblíufélags.
Hugmyndir Jóns Sveinbjörnssonar íyrrverandi prófessors um nýja þýð-
ingu á Kólossubréfinu, sem hann kynnti á málstofu Guðfræðistofnunar vorið
2002, boða að mínu mati stefnubreytingu í íslenskum Biblíuþýðingum. Jón
er nú starfsmaður endurskoðunarnefndar Nýja testamentisins og vinnur að
endurskoðun á þýðingu Nýja testamentisins. I þýðingarvinnu sinni leggur
hann áherslu á að færa textann á málfiar beggja kynja, í samhljóman við það
sem gert hefur verið í erlendum biblíuþýðingum, til dæmis New Revised
Standard Version, sem er kynnt sérstaklega hér á eftir. Hefur stjórn Hins
íslenska biblíufélags samþykkt að stefnt verði að því í þessari endurskoðun
„að hvorugkyn fleirtölu sé sett í stað karlkyns fleirtölu þar sem fjallað er um
bæði kynin.“4 Mér finnst mikilvægt að gætt sé samræmis í þýðingu á Gamla
og Nýja testamentinu í þessum efnum, og uppkast að nýrri þýðingu á Gamla
testamentinu verði endurskoðað í samræmi við nýja þýðingu Nýja testa-
mentisins. Til þess þarf að koma til stefnumótun Hins íslenska biblíufélags,
í samhljóman við það sem jafnréttisnefnd kirkjunnar hefur áður lagt fram
óskir um. Ég geri mér grein fyrir því að slíkt endurskoðunarstarf er bæði
umfangsmikið og vandasamt og mun án efa seinka útgáfu Biblíunnar. Slík
seinkun má þó að mínu mati ekki koma í veg fyrir að þetta verk sé unnið,
sérstaklega í ljósi þess að ný þýðing Biblíunnar kemur ekki út á íslensku oft
á öld, einfaldlega vegna þess hversu kostnaðarsöm hún er lítilli þjóð.
Erlend fyrirmynd
Það er eðlilegt að við leitum að góðum fyrirmyndum þegar unnið er að eins
mikilvægu verkefni og biblíuþýðing er. Sérstaða íslenskunnar kemur ekki í
veg fyrir að við getum lært mikið af því hvernig að málum hefur verið staðið
á öðrum málsvæðum. Vissulega er íslenskan mjög kynbundið mál og að því
4 Þetta var ákveðið á stjórnarfundi HÍB 9. október 2001, samanber bréf sem endurskoðunamefnd
Nýja testamentisins sendi út til umsagnaraðila um nýja þýðingu Kólossubréfsins og dagsett er 4.
maí 2002.
69