Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 71

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 71
Hvers kyns Biblía? - jafnréttisumrœðan og biblíuþýðingin Jafnréttisnefnd er ljóst að slíkar breytingar sem hér er talað um kalla hugsanlega á víðtæka endurskoðun á þýðingu Gamla testamentisins. Vill nefndin í þessu samhengi minna á að málfar mótar og sú stefna sem þýðingarnefnd tekur í þessum efnum á eftir að hafa mikil áhrif á mótun málfarsins í helgihaldinu á næstu áratugum. Eins og kemur fram í þessu bréfi, þá er það sannfæring mín að hér sé um mikilvægt mál að ræða, sem kalli á viðbrögð og viðeigandi aðgerðir. Hér er kallað efitir stefnumarkandi afstöðu, sem hingað til hefur ekki verið sett fram, hvorki af þýðingarnefnd né stjórn Hins íslenska biblíufélags. Hugmyndir Jóns Sveinbjörnssonar íyrrverandi prófessors um nýja þýð- ingu á Kólossubréfinu, sem hann kynnti á málstofu Guðfræðistofnunar vorið 2002, boða að mínu mati stefnubreytingu í íslenskum Biblíuþýðingum. Jón er nú starfsmaður endurskoðunarnefndar Nýja testamentisins og vinnur að endurskoðun á þýðingu Nýja testamentisins. I þýðingarvinnu sinni leggur hann áherslu á að færa textann á málfiar beggja kynja, í samhljóman við það sem gert hefur verið í erlendum biblíuþýðingum, til dæmis New Revised Standard Version, sem er kynnt sérstaklega hér á eftir. Hefur stjórn Hins íslenska biblíufélags samþykkt að stefnt verði að því í þessari endurskoðun „að hvorugkyn fleirtölu sé sett í stað karlkyns fleirtölu þar sem fjallað er um bæði kynin.“4 Mér finnst mikilvægt að gætt sé samræmis í þýðingu á Gamla og Nýja testamentinu í þessum efnum, og uppkast að nýrri þýðingu á Gamla testamentinu verði endurskoðað í samræmi við nýja þýðingu Nýja testa- mentisins. Til þess þarf að koma til stefnumótun Hins íslenska biblíufélags, í samhljóman við það sem jafnréttisnefnd kirkjunnar hefur áður lagt fram óskir um. Ég geri mér grein fyrir því að slíkt endurskoðunarstarf er bæði umfangsmikið og vandasamt og mun án efa seinka útgáfu Biblíunnar. Slík seinkun má þó að mínu mati ekki koma í veg fyrir að þetta verk sé unnið, sérstaklega í ljósi þess að ný þýðing Biblíunnar kemur ekki út á íslensku oft á öld, einfaldlega vegna þess hversu kostnaðarsöm hún er lítilli þjóð. Erlend fyrirmynd Það er eðlilegt að við leitum að góðum fyrirmyndum þegar unnið er að eins mikilvægu verkefni og biblíuþýðing er. Sérstaða íslenskunnar kemur ekki í veg fyrir að við getum lært mikið af því hvernig að málum hefur verið staðið á öðrum málsvæðum. Vissulega er íslenskan mjög kynbundið mál og að því 4 Þetta var ákveðið á stjórnarfundi HÍB 9. október 2001, samanber bréf sem endurskoðunamefnd Nýja testamentisins sendi út til umsagnaraðila um nýja þýðingu Kólossubréfsins og dagsett er 4. maí 2002. 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.