Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 166

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 166
Gunnlaugur A. Jónsson Delitzch (1813-1890), að tvö megin áhugamál hans hafi verið annars vegar að kynna kristindóminn fyrir gyðingum og hins vegar að kynna kristnum mönnum Gamla testamentið og gyðingdóm. Sem ungur maður var Bo John- son meðal annars um skeið við nám í Jerúsalem og er ekki ótrúlegt að þar hafi áhugi hans á gyðingdómi vaknað fyrir alvöru. Hann hefur um árabil ver- ið einn af forystumönnunum í „Lutherische Europáische Komission fiir Kirche und Judentum." Það er því með tilhlökkun sem maður sest niður og les bók sem hann hefur skrifað um tengsl kristindóms og gyðingdóms. Annars hefur fræðasvið dr. Bo Johnsons verið mjög víðfeðmt. Þannig fjallaði doktorsritgerð hans frá árinu 1963 um textafræðileg vandamál í 1. Samúelsbók og í öðru verki frá 1968 hélt hann áfram á sömu braut. Þessi verk, sem reyndu á mjög víðtæka kunnáttu á sviði forntungumála auk mik- illar nákvæmni yfirleitt, skipuðu Johnson í hóp helstu sérfræðinga á sviði textafræðinnar. Hann er ekki síst málvísindamaður sem býr yfir mjög yfir- gripsmikilli þekkingu á tungumálum, fornum og nýjum Hér er ekki ætlunin að gera úttekt á Bo Johnson sem fræðimanni, en eina af kennslubókum hans, Ursprungeí (1992), sem er stutt en læsilegt skýringa- rit við 1. Mósebók, notaði ég um skeið sem kennslubók hér við guðfræði- deildina. Sú bók lýsir vel þeirri viðleitni höfundarins að skrifa ekki aðeins fyrir aðra fræðimenn heldur einnig fyrir breiðari lesendahóp. Loks skal get- ið gagnmerks rits hans um réttlætishugtakið í Biblíunni (Ráttfárdigheten i Bibeln, 1985), sem ég hef ritdæmt í öðru samhengi. Þar lét gamlatestament- isfræðingurinn Bo Johnson sig ekki muna um að draga línurnar yfir til Nýja testamentisins og sýna á sannfærandi hátt fram á að mun minni munur er á réttlætishugtökunum í Gamla og Nýja testamentinu en yfirleitt hefur verið haldið fram. Bo Johnson var einstakur kennari, hafsjór af fróðleik og flutti efni sitt þannig að engum gat dulist að þarna var hann að tala um það sem átti hug hans og hjarta. Það var eiginlega sama hvar borið var niður alltaf virtist þetta ljúfmenni hafa ítarleg svör á reiðum höndum, svör sem greindu kjarnann frá hisminu. Var því mjög að vonum þegar Lundarháskóli heiðraði hann á sín- um tíma fyrir einstaklega góða kennslu. Sjálfur var ég svo lánssamur á Lund- arárum mínum að dr. Bo Johnson var annar af leiðbeinendum mínum er ég vann að doktorsritgerð minni. En snúum okkur þá að bók Bo Johnsons um gyðingdóminn af kristnum sjónarhóli. Titillinn er að vissu leyti lýsandi íyrir höfundinn og heiðarleg vinnubrögð hans. Hann vill vissulega stefna að því að vera eins málefnaleg- ur og hlutlaus og honum er unnt. En samtímis gerir hann sér grein fyrir að hið kristna sjónarhorn hans geti auðveldlega stýrt framsetningu hans þegar 164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.