Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 107
Er biblíumál karlamál?
If anoíher member of the church sins against you, go and point out
the fault when the two of you are alone. If the member listens to you,
you have regained that one.67
í þýðingu NRSVer mikil merkingarbreyting. Engin kirkja var til á þeim tíma
sem Matteusarguðspjall er ritað og því er sérkennilegt að þýða orðið
ócðe?L<þÓQ sem member of the church.
í bréfum Páls postula er ávarpið brœður algengt enda þótt oft sé ljóst að
hann er einnig að ávarpa konur. Dæmi um það er Filippíbréfið 4.1:
(48) Þess vegna, mínir elskuðu og þráðu bræður, gleði mín og kóróna,
standið þá stöðugir í Drottni, þér elskuðu.
í næsta versi, Fil 4.2, nafngreinir hann tvær konur og áminnir þær um að
vera samlyndar. Þetta ávarp er eitt af því sem kvennaguðfræðingar hafa
gagnrýnt.68 Vissulega er hér hægt að skilja orðið bróðir í yfirfærðri
merkingu, þ.e. að það merki hér ‘trúbróðir’ eða ‘meðbróðir’. Hins vegar þarf
ávallt að hafa í huga við þýðingu að orðaforði mála getur verið ólíkur. I
grísku er ekkert sérstakt orð til sem merkir systkin heldur er fleirtala af
orðinu bróðir, á8eX(|)ÓQ, tvíræð, annars vegar getur hún merkt bræður og
hins vegar getur hún merkt systkin.69 Þetta á ekki aðeins við grísku á dögum
Nýja testamentisins heldur einnig á eldra málstigi eins og glöggt má sjá af
eftirfarandi dæmum eftir Andocídes og Evripídes:
(49) XapiiiðriQ ’ApiaT:oxéX,ot)(;
oaxoí; áve\|/iö(; éjiót; f| (ifixrip f| éKeivo'u Kai b 7taxfip b
é|iö(; áSeXóoi.70
Kharmídes, sonur Aristotelesar.
Hann er frændi minn; móðir hans og faðir minn eru systkin.
(50) ðuóiv áSeXóóiv Ttoói; áv oi) yévon:’ taoQ
ávðpÓQ xe Kai yuvaiKÓq, áXX’ ápar|v Kpaxei.71
67 NRSV 1989, Mt 18.15.
68 Kjartan Jónsson 2000:7.
69 Louw ogNida 1989:119.
70 Andocides, Peri ton musterion 47.
71 Euripides, Electra 538.
105