Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 36

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 36
Jón Ma. Asgeirsson En ef Kelsus hefir ekki sýnt skipulagi heimsins virðingu þá gerir hann það ekki heldur hvað varðar framsetningu lærisveinanna í guðspjöllunum eins og Órígenes skilur fléttu þeirra (frásagnarmátann) þar sem frásögur um andann heilaga og spádóma um fæðingu frelsarans verða fyrir barðinu á háðsglósum Kelsusar (sbr. Contra Celsum 1.40). Og Kelsus vílar ekki fyrir sér að hafna rökum Órígensar hvað varðar verkin guðsins Jesú. Hvar er hetjudáðin í þjáning hans og dauða (Contra Celsum 11.33) og eru kraftaverkin annað en galdrar eins og Kelsus heldur fram (Contra Celsum 11.48)? Þannig falla þá rök Órígenesar um sjálf sig þegar þrenningin brýst fram úr einingu hins eina guðs sem hann áður hefir lýst! Um þrenningarlærdóminn og vandamálið um uppruna kenningarinnar í Gamla testamentinu, hlutverk Jesú og andans heilaga í hjálpræðisverkinu fyrir holdtekningu orðsins átti Órígenes engan veginn síðasta orðið í löngum skollaleik. Það varð ekki fýrr en á fjórðu og fimmtu öld að Kappa- dókíufeðurnir svo kölluðu (þ.e. Basilíus mikli, Gregoríus frá Nazíanus, og Gregoríus frá Nyssa) og heilagur Ágústínus kirkjufaðir njörfuðu þessa hug- mynd kristindómins í varanlega mynd sem þó engan veginn hefir verið lögð til hvíldar enn! Þannig héldu feður Kappadókíu því fram að einn væri veruleiki (ousia) guðs í þremur persónum (hupostases). Enda þótt ekki væru þeir eins sammála um hvernig bæri að lýsa eiginleikum þessara persóna hverri fyrir sig þá trjónar þar föðurhugmyndin í persónu guðs.9 Faðir O’Donnell telur engu að síður að engin varanleg lausn hafi náðst með þessari hugtakanotkun ekki síst með tilliti til nútímans, en hún byggi á útskýringum á kjarna (essence) guðdómsins með (úreltum) heimspeki- hugtökum. Sömu sögu telur hann eiga við um skýringar hl. Ágústínusar en hann setur fram sínar hugmyndir á grundvelli hins guðlega eðlis (nature). Hann skýrir þannig þrjár persónur þrenningarinnar út frá hugmynd um eðlis- lægt innra samband þeirra í millum (una substantia, tres personae). Innbyrðis samband þeirra er um leið það sem greinir þær hverja frá annarri eins og O’Donnell greinir frá. Hvorar tveggju hugmynd Kappa- dókíufeðranna og hugmynd Ágústinusar verða fórnarlömb frumspekilegra vangaveltna úr tengslum við hjálpræði guðs í sögunni, að mati O’Donnell, en slíkar vangaveltur ná hámarki í tilraunum guðfræðinga og heimspekinga miðalda til að sanna tilvist guðs.10 Til að skýra þessa torkennilegu kenningu 9 Cf. John J. O’Donnell, S.J., Trinity and Temporality. The Chrístian Doctríne of God in the Light of Process Theology and the Theology of Hope (Oxford Theologica! Monographs; Oxford: Oxford University Press, 1983), 28-40; 40-43. 10 Ibid., 43-44. 34 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.