Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 36
Jón Ma. Asgeirsson
En ef Kelsus hefir ekki sýnt skipulagi heimsins virðingu þá gerir hann
það ekki heldur hvað varðar framsetningu lærisveinanna í guðspjöllunum
eins og Órígenes skilur fléttu þeirra (frásagnarmátann) þar sem frásögur um
andann heilaga og spádóma um fæðingu frelsarans verða fyrir barðinu á
háðsglósum Kelsusar (sbr. Contra Celsum 1.40). Og Kelsus vílar ekki fyrir
sér að hafna rökum Órígensar hvað varðar verkin guðsins Jesú. Hvar er
hetjudáðin í þjáning hans og dauða (Contra Celsum 11.33) og eru
kraftaverkin annað en galdrar eins og Kelsus heldur fram (Contra Celsum
11.48)? Þannig falla þá rök Órígenesar um sjálf sig þegar þrenningin brýst
fram úr einingu hins eina guðs sem hann áður hefir lýst!
Um þrenningarlærdóminn og vandamálið um uppruna kenningarinnar í
Gamla testamentinu, hlutverk Jesú og andans heilaga í hjálpræðisverkinu
fyrir holdtekningu orðsins átti Órígenes engan veginn síðasta orðið í löngum
skollaleik. Það varð ekki fýrr en á fjórðu og fimmtu öld að Kappa-
dókíufeðurnir svo kölluðu (þ.e. Basilíus mikli, Gregoríus frá Nazíanus, og
Gregoríus frá Nyssa) og heilagur Ágústínus kirkjufaðir njörfuðu þessa hug-
mynd kristindómins í varanlega mynd sem þó engan veginn hefir verið lögð
til hvíldar enn! Þannig héldu feður Kappadókíu því fram að einn væri
veruleiki (ousia) guðs í þremur persónum (hupostases). Enda þótt ekki væru
þeir eins sammála um hvernig bæri að lýsa eiginleikum þessara persóna
hverri fyrir sig þá trjónar þar föðurhugmyndin í persónu guðs.9 Faðir
O’Donnell telur engu að síður að engin varanleg lausn hafi náðst með
þessari hugtakanotkun ekki síst með tilliti til nútímans, en hún byggi á
útskýringum á kjarna (essence) guðdómsins með (úreltum) heimspeki-
hugtökum. Sömu sögu telur hann eiga við um skýringar hl. Ágústínusar en
hann setur fram sínar hugmyndir á grundvelli hins guðlega eðlis (nature).
Hann skýrir þannig þrjár persónur þrenningarinnar út frá hugmynd um eðlis-
lægt innra samband þeirra í millum (una substantia, tres personae).
Innbyrðis samband þeirra er um leið það sem greinir þær hverja frá annarri
eins og O’Donnell greinir frá. Hvorar tveggju hugmynd Kappa-
dókíufeðranna og hugmynd Ágústinusar verða fórnarlömb frumspekilegra
vangaveltna úr tengslum við hjálpræði guðs í sögunni, að mati O’Donnell,
en slíkar vangaveltur ná hámarki í tilraunum guðfræðinga og heimspekinga
miðalda til að sanna tilvist guðs.10 Til að skýra þessa torkennilegu kenningu
9 Cf. John J. O’Donnell, S.J., Trinity and Temporality. The Chrístian Doctríne of God in the Light of
Process Theology and the Theology of Hope (Oxford Theologica! Monographs; Oxford: Oxford
University Press, 1983), 28-40; 40-43.
10 Ibid., 43-44.
34
J