Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 82
Arnfríður Guðmundsdóttir
kirkjunnar, er augljóst að endurskoðun á málfari í boðun og starfi kirkjunnar
hlýtur að bera mjög takmarkaðan árangur, nema endurskoðunin nái einnig til
ritningartextanna. Það er því brýnt að tekið verði tillit til jafnréttissjón-
armiðsins í þeirri þýðingarvinnu sem nú stendur yfir á Gamla testamentinu,
sem og væntanlegri þýðingu á Nýja testamentinu. Ég endurtek að sú stefna
sem tekin verður í sambandi við þýðingu Biblíunnar mun hafa mikil áhrif á
mótun málfarsins í boðun og starfi kirkjunnar á næstu áratugum.
Hefur kirkjan val?
Það var ekki ætlunin að gera hér tæmandi úttekt á kynjuðu málfari Gamla
testamentisins, heldur einungis að vekja athygli á þessu mikilvæga máli og
nota örfá dæmi til útskýringar. Ég tek heilshugar undir það sem stendur í for-
mála erindisbréfs þýðingarnefndar um mótandi áhrif íslenskra biblíuþýðinga
á málfar íslendinga og ennfremur með Kvennakirkjukonum þegar þær segja
í formála bókar sinnar Vinkonur og vinir Jesú. Valdir Biblíutextar á máli
beggja kynja að „málfar móti“.12 Ég vil fyrst og fremst nálgast þetta mál sem
trúfræðingur og prestur út frá notkun Biblíunnar sem trúarbókar, bæði við
trúariðkun einstaklinga, sem og í opinberu helgihaldi. Það er sannfæring mín
að það skipti máli að textar Biblíunnar ávarpi lesendur eða áheyrendur, bæði
konur og karla. Málfar mótar. Það flytur ákveðin skilaboð. Það skiptir með
öðrum orðum máli hvort talað er til kvenna og karla, eða eingöngu til karla.
Mörgum konum finnst þær afskiptar þegar þær lesa Biblíuna og þegar þær
koma í kirkju. Ber okkur ekki að bregðast við því þó að aðrar konur séu „svo
vanar því“ að vera ávarpaðar í karlkyni að þær taka ekki eftir því eða finnst
það ekki skipta máli? Hvað finnst þeim, sem ekki finnst þetta skipta máli,
um að snúa hlutunum við og kvengera tungutakið?
Eins og þegar hefur komið fram tel ég að endurskoðun á kirkjulegu mál-
fari sé ekki einfalt mál. Það kostar endurskoðun á málnotkun, sem á sér
langa hefð. Endurskoðunin kallar því á breytingar á ríkjandi hefð og slíkt
vekur alltaf hörð viðbrögð þeirra sem vilja setja málfræðileg rök eða trúnað
við frumtexann framar öllu öðru. Ef sú biblíuþýðing sem nú er unnið að á að
verða viðurkennd „kirkjubiblía“ þarf að taka sjónarmið jafnréttisins alvar-
lega. í formálum að 1. hefiti biblíuritanna sem innihalda nýja þýðingu, og
formaður þýðingarnefndar ritar, segir svo:
Þýtt er úr hebresku og sá texti sem lagður er til grundvallar við verkið er
Biblia Hebraica Stuttgartensia þótt sums staðar hafi reynst nauðsynlegt
að vikja frá honum.
12 Vinkonur og vinir Jesú, s. 8.
80