Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 82

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 82
Arnfríður Guðmundsdóttir kirkjunnar, er augljóst að endurskoðun á málfari í boðun og starfi kirkjunnar hlýtur að bera mjög takmarkaðan árangur, nema endurskoðunin nái einnig til ritningartextanna. Það er því brýnt að tekið verði tillit til jafnréttissjón- armiðsins í þeirri þýðingarvinnu sem nú stendur yfir á Gamla testamentinu, sem og væntanlegri þýðingu á Nýja testamentinu. Ég endurtek að sú stefna sem tekin verður í sambandi við þýðingu Biblíunnar mun hafa mikil áhrif á mótun málfarsins í boðun og starfi kirkjunnar á næstu áratugum. Hefur kirkjan val? Það var ekki ætlunin að gera hér tæmandi úttekt á kynjuðu málfari Gamla testamentisins, heldur einungis að vekja athygli á þessu mikilvæga máli og nota örfá dæmi til útskýringar. Ég tek heilshugar undir það sem stendur í for- mála erindisbréfs þýðingarnefndar um mótandi áhrif íslenskra biblíuþýðinga á málfar íslendinga og ennfremur með Kvennakirkjukonum þegar þær segja í formála bókar sinnar Vinkonur og vinir Jesú. Valdir Biblíutextar á máli beggja kynja að „málfar móti“.12 Ég vil fyrst og fremst nálgast þetta mál sem trúfræðingur og prestur út frá notkun Biblíunnar sem trúarbókar, bæði við trúariðkun einstaklinga, sem og í opinberu helgihaldi. Það er sannfæring mín að það skipti máli að textar Biblíunnar ávarpi lesendur eða áheyrendur, bæði konur og karla. Málfar mótar. Það flytur ákveðin skilaboð. Það skiptir með öðrum orðum máli hvort talað er til kvenna og karla, eða eingöngu til karla. Mörgum konum finnst þær afskiptar þegar þær lesa Biblíuna og þegar þær koma í kirkju. Ber okkur ekki að bregðast við því þó að aðrar konur séu „svo vanar því“ að vera ávarpaðar í karlkyni að þær taka ekki eftir því eða finnst það ekki skipta máli? Hvað finnst þeim, sem ekki finnst þetta skipta máli, um að snúa hlutunum við og kvengera tungutakið? Eins og þegar hefur komið fram tel ég að endurskoðun á kirkjulegu mál- fari sé ekki einfalt mál. Það kostar endurskoðun á málnotkun, sem á sér langa hefð. Endurskoðunin kallar því á breytingar á ríkjandi hefð og slíkt vekur alltaf hörð viðbrögð þeirra sem vilja setja málfræðileg rök eða trúnað við frumtexann framar öllu öðru. Ef sú biblíuþýðing sem nú er unnið að á að verða viðurkennd „kirkjubiblía“ þarf að taka sjónarmið jafnréttisins alvar- lega. í formálum að 1. hefiti biblíuritanna sem innihalda nýja þýðingu, og formaður þýðingarnefndar ritar, segir svo: Þýtt er úr hebresku og sá texti sem lagður er til grundvallar við verkið er Biblia Hebraica Stuttgartensia þótt sums staðar hafi reynst nauðsynlegt að vikja frá honum. 12 Vinkonur og vinir Jesú, s. 8. 80
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.