Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 1
MOrkuafhending í uppnámi »Viðskipti Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingartil- lögu við rammaáætlun, sem felur í sér að hvorki Holtavirkjun né Urriðafossvirkjun eru settar í nýtingarflokk, er ljóst að Landsvirkjun mun ekki geta útvegað nægilega orku til að anna tveimur stórum stóriðjuverkefnum í Helguvík og á Grundartanga. Um er að ræða kísilmálmverk- smiðju Thorsil á fyrrnefnda staðnum og sólarkísil- verksmiðju Silicor Materials á þeim síðarnefnda. Samanlögð orkuþörf fyrirtækjanna, sem óskað hafa eftir raforkusölusamningi við Landsvirkjun, nemur 125 MW. Fyrrnefnd breytingartillaga gerir Landsvirkjun hins vegar aðeins kleift að ráðast í Hvammsvirkjun í Þjórsá. Sú virkjun mun aðeins geta tryggt 82 MW. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir að niðurstaðan feli í sér vonbrigði, þar sem ætlunin hafi verið að koma öllum þremur virkjanakostunum í nýtingarflokk. Sú niðurstaða hefði tryggt orkuframleiðslu upp á allt að 264 MW en þess í stað feli niðurstaðan í sér að ráðist verði í virkjun sem tryggi innan við þriðjung af því sem ætlunin hafi verið að tryggja. Þá segir hann að fleiri verkefni tengd atvinnuppbyggingu á suð- vesturhorni landsins séu í uppnámi vegna niður- stöðunnar í þinginu. „Við vitum t.d. að það er vilji til að auka umsvif gagnavera á Reykjanesi og í Hafnarfirði og þetta eru allt verkefni sem þurfa orku sem erfitt verður að útvega á næstu árum vegna þessarar niðurstöðu, “ segir Jón. Landsvirkjun verst allra frétta af málinu og segir í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér í kjölfar fyrirspurnar ViðskiptaMoggans að það tjái sig ekki um einstaka orkusölusamninga og samningaviðræður þeim tengdar. Þá vilja for- svarsmenn Thorsil og Silicor Materials ekki tjá sig um málið. Frekari atvinnuupp- bygging sett í uppnám  Landsvirkjun getur ekki sinnt hvoru tveggja í senn, Thorsil og Silicor Material  43 megavött vantar upp á þrátt fyrir að ráðist verði í gerð Hvammsvirkjunar F I M M T U D A G U R 2. J Ú L Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  153. tölublað  103. árgangur  ATP-TÓNLISTAR- HÁTÍÐIN Í ÞRIÐJA SINN HEIMAVINNAN FÆRÐ INN Í NÚTÍMANN NÁKVÆMT ÍSLANDSKORT FYRIR HJÓLAFERÐIR VIÐSKIPTAMOGGINN HJÓLREIÐAR 60-69IGGY POP MÆTIR 79 fossinn. „Ég sé það strax að Ísland er ekki tilbúið að taka á móti svona mörgum ferðamönnum. Í Sviss eða öðrum ferðamannalöndum sem ég hef ferðast til eru öryggisreglur mjög strangar en hér nánast engar.“ Pavel og Mikela frá Tékk- landi tóku í svipaðan streng. „Við vorum í Ástr- alíu í heilt ár, sem var dásamlegt. Fórum þaðan til Nýja-Sjálands. Vegna ferðamanna eru mjög Morgunblaðið slóst í för með ferðamönnum um Gullna hringinn og spurði þá um upplifun sína af Íslandi. Allir viðmælendur voru á einu máli um að náttúran væri það eftirminnilegasta. Eftir stutt spjall kom hins vegar í ljós að áhyggjur af landinu voru töluverðar. Svisslendingurinn Besel Musch, sem stóð við Gullfoss, segir skrýtnar ör- yggiskröfur að hafa aðeins einn lítinn spotta við strangar reglur þar í landi. Það má ekki tjalda hvar sem er og enginn má sofa í bílum. Það má ekki koma með banana, fræ, mat eða neitt þannig því að þeir eru svo hræddir við aðskotahluti í um- hverfinu. Nýja-Sjáland og Ísland eru lík lönd, með fallega en mjög viðkvæma náttúru. Ísland er nýr áfangastaður fyrir ferðamenn en það er ljóst að þið eigið langt í land.“ benedikt@mbl.is »24-25 Morgunblaðið/Eggert Kjánaprik Svokallað selfie-stick, eða kjánaprik, er ákaflega vinsælt til að taka sjálfsmynd. Hér er ástfangið par við Strokk á Geysissvæðinu. Íslendingar eru ekki tilbúnir  Örtröð um Gullna hringinn  Ferðamenn hrífast af Íslandi en hafa áhyggjur  Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur ákveð- ið að kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar sjávarútvegs- ráðherra sem kvótasetti makr- ílveiðar. Fram- kvæmdastjóri LS segir sambandið hafa ráðgast við fjölda aðila og telja sig hafa góðan rétt í málinu. Sambandið telur m.a. að makríl- frumvarp sjávarútvegsráðherra hafi verið ein af forsendum þess að reglugerðin standist lög, en frum- varpið hefur ekki verið samþykkt. Áður en reglugerðin var sett voru makrílveiðar smábátaeigendum frjálsar. »16 Smábátasjómenn til umboðsmanns Fjárfesting Sumir vilja skaðabætur.  Samkomulag hefur náðst milli Starfsgreinasambandsins og sveitarfélaga um nýtt starfsmat sem nær til rúmlega 1.000 félagsmanna í stéttarfélögum innan SGS sem starfa hjá sveitarfélögum. Flest störf eru metin til hærri stiga og hækka laun að jafnaði um tvö til tíu þúsund krónur á mánuði auk þess sem starfsmennirnir fá leiðréttingu á launum heilt ár aftur í tímann. Félagsmennirnir sem starfsmatið nær til starfa m.a. við umönnun, í mötuneytum og áhaldahúsum sveitarfélaga. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að fresta viðræðum um endurnýjun kjarasamninga við bæði ríki og sveitarfélög fram í ágúst en stefnt er að því að undirrita samninga fyrir 1. október. »4 Morgunblaðið/Eggert Starfsmat Launin hækka meira hjá SGS. Hækka um 2-10 þúsund á mánuði  Ungar jaðrak- ans fundust í stelkshreiðri í Önundarfirði nýverið. Stelk- urinn hafði haldið á þeim hita og gætti þeirra vel, en jaðrakanseggin voru fjögur tals- ins en egg stelksins var eitt. Þrír jaðrakans- ungar hafa þegar klakist út. Böðvar Þórisson, forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða, sem gekk fram á hreiðrið, telur mestar líkur á að jaðrakaninn hafi yfirgefið egg- in vegna kulda. »4 Stelkur gengur jaðr- akan í móðurstað Jaðrakan Þrír ung- ar komnir á kreik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.